Olíufélögin munu fara fram á aukið byggingarmagn

Þegar fram líða stundir munu olíufélögin fara fram á að fá aukið byggingamagn til þess að hámarka gróða vegna þeirra lóða sem þeim hafa verið gefnar af meirihlutanum í Reykjavík. Þetta segir Vigdís Hauksdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Miðflokksins en hún var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Vigdís segir að þetta sýni reynslan af því hvernig þetta hafi verið í gegnum tíðina þegar lóðum hefur verið úthlutað. Það sé þannig að ekki líði á löngu þar til viðkomandi lóðahafi fari fram á aukið byggingarmagn og það sé ljóst að það muni olíufélögin líka gera. Hún segir að þetta megi líkja við spægipylsuaðferð ESB þar sem ein sneið sé tekin í einu smátt og smátt og að lokum verði um að ræða talsvert mikið svæði sem fari undir byggingar.

Verður eflaust beðið um meira byggingamagn

Vigdís bendir á að bygginarreiturinn sem stendur gengt JL-húsinu hafi til dæmis ekki verið jafn stór í upphafi og hann sé nú og það sé gott dæmi um hvernig menn hafi fengið aukið byggingarmagn. Þetta sé eingöngu gert til þess að græða meira og þar af leiðandi munu olíufélögin ekki bara græða á þeim lóðum sem þau fengu gefins því þau munu svo græða enn meira á auknu byggingarmagni.

Stærsti skandall síðustu ára

Vigdís segir að gjafagjörningur borgarinnar sé einn stærsti skandall sem komið hafi upp allt frá þeim tíma sem síðari einkavæðing bankanna fór fram og Steigrímur Joð afhenti kröfuhöfum bankana 130 milljarða á silfurfati.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila