Orbán um stríðið: Bandaríkin eru sigurvegarinn – Evrópa tapar miklu

Viktor Orbán talar fyrir daufum eyrum leiðtoga ESB, sem hafa sett hann á svarta listann yfir óþægu þjóðarleiðtogana sem hugsa sjálfir. Slíkt er ógerningur í þeirri nýju heimsmynd sem ESB og kommúnistaflokkur Kína sækjast eftir. Mynd: Annika Haas (EU2017EE)

Refsiaðgerðir ESB gegn Rússlandi eru stór mistök. Þeir eru að sökkva Evrópu á meðan Rússland verður varla fyrir neikvæðum efnahagslegum áhrifum, segir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, í viðtali við ungverska ríkisútvarpið á föstudag, að sögn Al Jazeera.

Hver vinnur og hver tapar í Úkraínustríðinu?

Að sögn Viktors Orbáns forsætisráðherra Ungverjalands er augljóst hver sigurvegarinn er og einnig sá sem er augljós ósigurvegari:

„Eitt er víst og það er, að Bandaríkin unnu stríðið og að Evrópa tapaði. Það er í gangi umræða um hvort Rússar hafi unnið eða tapað. En ef við tölum í peningum er ekki hægt að segja, að Rússland tapi sérstaklega miklu.“

Að sögn ungverska leiðtogans ætti að aflétta refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Þær eru tilgangslausar og skaða aðeins þjóðir Evrópu sjálfra. „Ef refsiaðgerðirnar hyrfu myndi orkuverð og verðbólga minnka um helming“ segir Orbán. En Ungverjaland er ekki nógu sterkt til að afnema refsiaðgerðirnar á eigin spýtur. Hins vegar eru ESB-ríki eins og Þýskaland og Frakkland nógu öflug til þess, að mati Orbán.

Sér engan stjórnmálamann í ESB sem er nægjanlega hugrakkur til að stíga fram og segja að málunum hafi verið klúðrað

Ennfremur útskýrir forsætisráðherrann, að hann bíði enn eftir einhverjum við völd á Vesturlöndum sem vogi sér að viðurkenna, að gerð hafi verið mistök svo að hægt sé að ljúka verðbólgu- og orkukreppu Evrópu. Viktor Orbán segir samkvæmt Hungary Today:

„Ungverjaland leiðir hugrekkið en styrkur okkar nægir ekki til að snúa evrópskum stjórnmálum við. Einhver, sem er nógu hugrakkur með stóra handleggsvöðva og breiðar axlir, verður að koma og segja að við höfum klúðrað málunum.“

Samkvæmt Telex sér Orbán engan slíkan stjórnmálaleiðtoga í Evrópusambandinu í dag. Svíþjóð, sem er nýr formaður ESB, lofar að kynda undir meiri stríðsæsing og „vinna gegn öllum tilhneigingum til stríðsþreytu innan ESB.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila