Orð beittust vopna gegn spilltum yfirvöldum – Biden hótar að stöðva Musk

Bandaríkjastjórn segir kaup Musk á Twitter vera ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill rannsaka, hvort kaup Elon Musk á Twitter séu „ógn við þjóðaröryggi í Bandaríkjunum.“ Margir bregðast nú hart við afstöðu forsetans og telja að hún sé enn eitt skrefið í baráttu ríkisins gegn tjáningarfrelsinu.

Tilkynningin um þá skaðræðisógn við Bandaríkin, sem málfrelsi á Twitter hefur í för með sér, kemur í framhaldi samstarfs Bandaríkjastjórnar við helstu samfélagsmiðla eins og Twitter og Facebook til að ritskoða það sem notendur skrifa. Um er nánast eingöngu að ræða fólk með skoðanir til hægri, sem lent hefur í slíkri ritskoðun. Til dæmis ritskoðun á færslum, þar sem fólk hefur skrifað um Covid-19 á annan hátt en ríkið kann að meta.

Milljarðamæringurinn Elon Musk keypti nýlega samfélagsmiðilinn Twitter á þeim forsendum að hann hafi áhyggjur af málfrelsi og aukinni ritskoðun. Musk hefur sagt, að hann vilji að Twitter verði miðill fyrir frjálst flæði yfirlýsinga, hugmynda og frétta.

En stjórn Joe Biden virðist ekki mjög ánægð með kaupin. Þegar forsetinn er spurður hvort hann telji Elon Musk vera ógn við öryggi landsins segir hann „að það sé þess virði að athuga málið.“

Heyra má umræður um máli í þætti Tucker Carlson á Fox News á myndböndum hér að neðan.

Hótanir Hvíta hússins ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum

Í myndbandinu hér að neðan er rætt um spillingu Biden fjölskyldunnar og hvernig Joe Biden hefur hindrað að viðskipti sonar hans Hunter Biden séu rannsökuð. Bandaríski þingmaðurinn James Comer repúblikani segir að um leið og repúblikanar fá meirihluta mun verða skipuð rannsóknarnefnd til að rannsaka mútuásakanir gegn Joe Biden í varaforsetatíð hans og einnig umfangsmikil viðskipti sonarins Hunter Biden við Kína og Úkraínu. Síðar í myndbandinu er rætt um einstakar hótanir sitjandi forseta gegn málfrelsinu og Elon Musk.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila