Orkan okkar og Gulvestungar boða til mótmæla á Austurvelli í dag

Frá síðustu mótmælum gegn þriðja orkupakkanum.

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14:00 í dag þar sem skorað verður á þingmenn að hafna því að samþykkja þriðja orkupakkann.  Það eru Orkan okkar og Gulvestungar sem standa að mótmælunum. Í tilkynningu frá hópunum segir ” Lágmarkskrafan er að málinu verði frestað til næsta hausts til að skapa tíma til að fá svör við áleitnum spurningum um afleiðingar þess orkuppakka sem liggur fyrir þinginu nú og næstu pakka.”. Þá segir jafnframt ” Skipuleggjendur mótmælanna taka undir baráttukveðju Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, sem hann sendir þingmönnunum sem  standa vaktina fyrir þjóðina, við óboðlegar aðstæður og á vinnutíma sem tæpast er boðlegur í nútíma samfélagi, í því að koma í veg fyrir  að 3. orkupakkinn verði samþykktur.”.Sem fyrr segir verða mótmælin haldin á Austurvelli í dag og hefjast klukkan 14:00.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila