Orkumál: ESB vill að Ísland samþykki orkupakkana – rafmagnið verði afhent einkaaðilum

Evrópusambandið leggur mikla áherslu á að Ísland samþykki alla orkupakkana til þess að hægt verði að afhenda einkaaðilum rafmagnið svo þeir geti síðan stýrt því á hvaða verði rafmagnið verður selt til notenda. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristins Sigurjónssonar rafmagns- og efnaverkfræðings í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Kristinn segir að einmitt vegna þess hvers eðlis rafmagn sé þá sé í raun stórhættulegt að eftirláta einkaaðilum um að selja rafmagn því þeir myndu þá fyrst og fremst hugsa um hagnað fyrirtækis síns rétt eins og þeir einkaaðilar sem væru að selja kex. Þar ræður aðsemiskrafan en ekki hagsmundir neytenda og geta því hækkað verðið upp úr öllu valdi ef svo ber undir.

Framleiðendur vöru geta geymt vöruna en það er ekki hægt með rafmagn

Kristinn segir að hinn venjulegi framleiðandi geti framleitt vörur og aukið framleiðsluna þegar vel gengur og geymt vöruna og selt þegar hann fær gott verð á markaði. Það sama gildir ekki um rafmagn. Þar sé lykilatriðið að fólk geti lifað við örugga afhendingu rafmagns og bendir Kristinn á að fyrir hafi komið að rafmagnið hafi farið af heilu bændabýlunum með tilheyrandi vandamálum og bændur hafi ekki geta mjólkað.

Rafmagn á ekki skammta frá ESB

Það sé hins vegar minnsta vandamálið sem gæti komið upp því rof á afhendingu orku geti valdið því að greiðslukerfi hrynji sem veldur því að fólk geti ekki keypt vörur þar sem ekki er hægt að selja neitt úr fyrirtækinu þar sem greiðslukerfið virkar ekki. Þá geta lyftur stoppað og svo framvegis. Kristinn segir að þessi dæmi sýni að svo ekki sé um villst að það sé lykilatriði og því ætti afhending rafmagns ekki að vera í höndum einkaaðila eins og Evrópusambandið vill.

Stjórnmálamenn vandamálið

Stóri vandinn sé þó ekki Evrópusambandið sjálft heldur þeir stjórnmálamenn sem samþykkja það sem frá því kemur en beiti ekki neitunarvaldi sem þeir þó sannarlega hafa.

Kristinn ritaði grein á vef Útvarps Sögu um raforkumarkaðinn og orkupakkana sem lesa má með því að smella hér.

Hlusta má á ítarlegri umræður um málið með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila