Orkumál: Sala á Landsvirkjun þýðir að minnir virkjanir verða seldar í áföngum

Ef Landsvirkjun verður seld er mikil hætta á að svokölluð spægipylsuaðferð yrði notuð og smærri virkjanir í eigu þjóðarinnar yrðu seldar einkaaðilum með þeim afleiðingum að verð á rafmagni myndi hækka. Þetta segir Kristinn Sigurjónsson rafmagns- og efnaverkfræðingur en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Kristinn segir að hann hafi heyrt að til dæmis myndi Laxárvirkun tvö sem framleiðir um 20 megawött verða seld sem og Sogsvirkjanirnar og svo koll af kolli. Kristinn bendir á að þetta sé ein aðal áherslan sem fylgi orkupakka fjögur það felur í sér að brjóta upp vatnsaflsvirkjanir í smærri einingar.

Sá sem kaupir smávirkjun getur misnotað aðstöðu sína

Þetta segir Kristinn að sá sem kaupir virkjanirnar geti nýtt sér með því að kaupa á hvaða verði sem er í trausti þess að geta hækkað verð um nokkra aura því hagnaðurinn af smávirkjunum sé svo mikill.

Ódýrt rafmagn einn af helstu kostum að búa hér á Íslandi

Kristinn bendir á að hér á Íslandi búum við nokkuð vel einangruð frá Evrópu og það sé einn af hornsteinum í velmegun samfélagsins að hér búum við það að geta fengið nokkuð ódýrt rafmagn. Það sé ekki eingöngu gott fyrir þá notendur sem vilja geta kynt ofninn sinn heldur einnig fyrirtækin í landinu. Fyrirtækin noti tæki sem öll krefjast þess að aðgangur að rafmagni sé tryggður, til að mynda fiskvinnslufyrirtækin, tölvufyrirtækin og gagnaverin. Þannig höfum við mjög viðamikla framleiðslu sem byggir algerlega á því að hér sé hægt að fá ódýrt rafmagn.

Kristinn ritaði grein á vef Útvarps Sögu um raforkumarkaðinn og orkupakkana sem lesa má með því að smella hér.

Hlusta má á ítarlegar umræður um raforkumálin í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila