Orkupakkamálið: Neytendur yrðu fórnarlömb fákeppni

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur.

Neytendur yrðu fórnarlömb fákeppni ef orkupakkinn þrjú yrði samþykktur og óháð því hvort hingað yrði lagður sæstrengur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Bjarni segir að þau rök sem haldið sé fram um að samþykkt orkupakkans sé í þágu íslenskra neitenda sé mikil þversögn “ ég tel þetta vera öfugmæli vegna þess að það verða neytendur sem verða fórnarlömb fákeppni um raforku á Íslandi, á Íslandi eru ekki sambærilegar aðstæður og neðar í Evrópu, þar eru margir að keppast um hylli neytenda en hér yrðu þetta aðeins örfá fyrirtæki, sveiflur í verði munu aukast, jafnvel innan sólarhringsins sem er mjög óþægilegt fyrir notendur orkunnar og verð jafnframt hækka ef við tökum mið af því sem gerst hefur í Noregi.“ Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila