Orkuframleiðendur verða þeir sem græða og neytendur tapa verðir þriðji orkupakkinn samþykktur og því er sú neytendavernd sem sett hefur verið sem rök fyrir orkupakkanum ekki fyrir hendi í raun.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Orkunnar okkar sem birt var fyrir skömmu. Ragnar Árnason prófessor í hagfræði ræddi efni skýrslunnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.
Ragnar segir stefnu Evrópusambandsins í orkumálunum alveg skýra og hver tilgangur orkupakkans sé
“ Evrópusambandið er að leita eftir vistvænni og hreinni orku sem á að koma í stað orku sem framleidd er á mengandi hátt, og einn þáttur í því og felst einmitt í orkupakkanum er að ryðja öllum hindrunum úr vegi til þess að nálgast þá orku“ ,segir Ragnar.
Hann segir áhrif á neyendur vera ótvíræð
“ skilaverð orkuframleiðandans til neytenda verður nokkru hærra hér á Íslandi og hækkar með tímanum, orkuverðið myndi þannig hækka bæði til heimili og fyrirtækja, svo þetta myndi skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja„. Þá segir Ragnar ábyrgð stjórnvalda í málinu mikla
“ það er á ábyrgð stjórnvalda að upplýsa almenning vel og skilmerkilega, og þetta á ekki bara við um þetta mál heldur öll mikilvæg mál„.
Nálgast má skýrsluna með því að smella hér.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.