Orkuskiptin eru svikamylla en ekki lausn á vandamáli þegar kemur að loftslagsmálunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Menntaspjallinu en þar voru gestir Valgerðar Jónsdóttur þær Linda Magnúsdóttir sjúkraliði og Kristín Þormar bloggari. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Linda og Kristín bentu á að grænar lausnir, sérstaklega vindmyllur og rafmagnsbílar, væru ekki eins umhverfisvænar og haldið væri fram. Þær bentu einnig á að þetta væri hluti af stærri áætlun sem tengdist heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og lýstu því yfir að orkuskiptin væru fremur svikamylla og hluti af peningaplokkakerfi en raunveruleg lausn á vandamálum tengdum loftslagsbreytingum.
Vindmyllugarðar ekki eins hagkvæmir og lofað er
Þá væru vindmyllugarðar ekki alltaf eins hagkvæmir og lofað hefði verið og víða í Evrópu væri nú verið að hætta við slík verkefni vegna skorts á árangri og hagkvæmni. Þær nefndu að í Svíþjóð hefði verið hætt við vindmylluuppsetningar þar sem margir vindmyllugarðar væru að fara á hausinn. Þær gagnrýndu líka hvernig orkuskipti væru kynnt sem lausn við loftslagsvandanum og bentu á að sjóðir sem væru sagðir ætlaðir til umhverfisverkefna væru ekki nægilega gagnsæir og engin ábyrgð væri tekin á því hvernig fjármunir væru notaðir.
Orkumál tengd rafmgnsbílum ekki nægjanlega útfærð
Rafmagnsbílar voru einnig til umræðu þar sem þær lýstu yfir áhyggjum af öryggi slíkra bifreiða. Linda vísaði til nýlegra frétta frá Bandaríkjunum um að það hefði kviknað í rafmagnsbílum og bætti við að þetta gæti skapað stórt vandamál í framtíðinni ef öryggisþættir væru ekki teknir til alvarlegrar skoðunar. Þær bentu einnig á að orkumál tengd rafmagnsbílum væru ekki nægilega vel útfærð, og að ef eftirspurn eftir rafmagni myndi aukast án nægilegrar uppbyggingar raforkukerfisins gæti það leitt til vandræða með afhendingu rafmagns.
Loftlagsbreytingar notaðar til að skapa ótta á meðal fólks
Þær báru saman orkuver og orkuskipti á Íslandi og bentu á að umhverfismál væru í raun notuð til að réttlæta ýmsar stefnur sem ekki þjónuðu hagsmunum almennings. Loftslagsbreytingar væru notaðar til að skapa ótta meðal fólks og stjórna því. Þá væru stjórnvöld væru að taka nægilegt tillit til raunverulegra lausna sem gætu stuðlað að meiri sjálfbærni og umhverfisvernd.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan