Orkustofnun birtir skýrslu um notkun endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi

Orkustofnun hefur sent frá sér skýrslu um notkun endurnýjanlegrar orku í samgöngum á landi. Í skýrslunni er varpað ljósi á hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í landsamgöngum og framtíðarhorfur slíkra orkugjafa, samfara aukinni metan, vetnis og rafbílavæðingu. Í skýrslunni kemur fram að árið 2018 hafi sex tegundir endurnýjanlegs eldsneytis verið notaðar í samgöngum á landi. Það voru lífdísilolía, etanól, metanól, metan, vetni og raforka, en metan, metanól og raforka eru eingöngu innlendir orkugjafar, á meðan lífdísilolía, etanól og vetni hafi verið nánast að öllu leyti flutt inn. Lesa má skýrsluna með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila