Ósennilegt að skýrslan um Lindarhvol sé ekki full unnin

Þau rök sem Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur haldið fram að ekki sé hægt að afhenda Skýrsluna um Lindarhvol vegna þess að hún sé ekki full unninn eru ósennileg enda skýrslan orðin mjög gömul. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings í síðdegisútvarpinu í dag þar sem leyndarhyggjan var til umræðu en Haukur var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hann segir málið hafa tekið á sig þá mynd að Alþingi sé í einhvers konar togstreitu við framkvæmdavaldið. Alþingi sé með nefndir sem leiti eftir upplýsingum og kalli fólk fyrir, svo sé Alþingi með Umboðsmann Alþingis sem sé mjög ötull við að veita framkvæmdavaldinu aðhald, auk þess sem Alþingi hafi Ríkisendurskoðun sem einnig hafi eftirlit með framkvæmdavaldinu. Þannig hafi Alþingi verið í fararbroddi í að efla gagnsæi í þjóðfélaginu en það sé löng og erfið saga hvernig átök hafi verið milli þings og stjórnarráðsins.

Forseti Alþingis á auðvitað að birta skýrsluna

Aðspurður um hvort forseti Alþingis geti setið á skýrslunni sem sannarlega hafi verið skilað sem fullbúinni rannsókn og hvað almenningur geti gert í stöðunni segir Haukur að það eina í stöðunni sem hægt sé að gera sé að vona að skýrslan muni að lokum koma frá forseta þingsins. Haukur bendir á að samkvæmt lögum þá skili Ríkisendurskoðun Alþingi þeim skýrslum sem stofnunin gerir og því sé skýrslan komin í réttar hendur. Forseti Alþingis eigi auðvitað að birta skýrsluna því allt sem komi fyrir Alþingi séu opinber gögn nema það sem bundið sé trúnaði, til dæmis gögn sem varða þjóðaröryggi og annað slíkt.

Haukur telur að í ljósi alls þessa hljóti að koma að því að forseti Alþingis opinberi skýrsluna.

Hann segir að það sem gerist í slíkum málum að þau geti orðið mjög pólitísk og allur opinber rekstur sé þannig vaxinn að hann fari ekki alltaf eftir línum sem lagðar eru. Reksturin geti haft sína veikleika og menn geti gert mistök líkt og á einkamarkaði og þegar bókhald stórs fyrirtækis sé lagt fram sé hægt að sjá margt að í því. Það sama gildi um ríkisfyrirtæki og þegar Milleniun áætlun SÞ var gefin út í kringum 2000 með kröfu um algjörlega skýlausa kröfu um gagnsæi opinberra aðila. Þar hafi verið settur sá varnagli að mikilvægt væri að ekki væri gengið of langt og of nærri ríkisstofnunum því það væri mikilvægara að þau upplýsi hvað þau væru að gera heldur en að þeim væri hegnt fyrir það.

Hann segir Lindarhvolsmálið hafa afar leiðinlegan svip og þar séu fleiri mál undir, til dæmis mál ÍL-sjóðs og það sé afar mikilvægt að það sé stigið fram og grein gerð fyrir þessum málum.

Deila