Óska eftir upplýsingum um hverjir sitji fyrir hönd Íslands á fundi WHO og minna ráðamenn á skyldur sínar

Samtökin Mín leið, mitt val hafa sent erindi á Forseta Íslands og aðra æðstu valdahafa þar sem þeir eru minntir á skyldur sínar í tengslum við fund WHO sem fram fer dagana 22-28 maí, þar sem sagt er að teknar verði formlega ákvarðanir um valdaframsal þjóða til WHO í heimsfaraldursástandi. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir:

Mannréttindasamtökin MÍN LEIÐ – MITT VAL berjast af fullum krafti gegn valdatöku einkahlutafélagsins WHO á fullveldi Íslands í heilbrigðismálum, og krefjast svara.

Forseti Íslands og ráðamenn fá 7 daga til að svara neðangreindu bréfi sem sent var í morgun mánudaginn 16.05.22 með stefnuvottum frá Héraðsdómi, og samhljóða fréttatilkynning verður send öllum helstu fjölmiðlum landsins.

Mannréttindasamtökin MÍN LEIÐ – MITT VAL hafa í dag 16.O5.22, sent eftirfarandi aðilum það bréf sem hér fylgir með.

Bréfið er sent á heimilisfang þeirra með stefnuvottum, en umræddir aðilar eru:

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands,
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands,
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra,
Sigurður Ingi Jóhannsson innanríkisráðherra
Þórdís Kolbrún Reykdal Gylfadóttur utanríkisráðherra
Bréfið

Ágæti viðtakandi

Þér er hér með bent á að allar aðgerðir til að stuðla að stofnun, breytingum, framlagningu og/eða samþykktum samninga eða sáttmála, sem reyna að sniðganga, grafa undan og/eða skaða fullveldi Íslenska lýðveldisins, eins og sett er fram í stjórnarskránni, og/eða framselja þessa heimild, að öllu leyti eða að hluta, til erlendra ríkja eða annarra aðila, eru brot á stjórnarskrá Íslands.

Þátttaka í slíkum aðgerðum er talin landráð og einstaklingar sem fundnir eru sekir um brot geta átt yfir höfði sér sektir eða fangelsi í samræmi við íslensk lög.

Ennfremur er óskað eftir nákvæmum upplýsingum um hverjir þeir aðilar eru, sem hafa umboð frá forseta Íslands, samkvæmt 21.gr. 1.mgr. Stjórnarskrár lýðveldisins til að fara fyrir hönd Íslenska lýðveldisins á fund Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar dagana 22.-29. maí í Genf í Sviss, þar sem fulltrúar frá 192 þjóðum munu mæta.

Svar óskast innan 7 daga frá dagsetningu þessa bréfs.

Með kveðju

f.h. félaga í Mannréttindasamtökunum MÍN LEIÐ — MITT VAL

Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir, formaður

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila