Óttast að Íran ákveði dauðarefsingu allt að 15 þúsund mótmælenda (leiðrétting)

Mikil mótmæli hafa verið í gangi vegna dauða Mahsa Amini í Íran en hún var handtekin fyrir að „bera slæðuna skakkt“ og dó í fangelsinu og sögur herma að hún hafi verið myrt þar (mynd úr safni sýnir hluta mótmælanna í byrjun).

Leiðrétting

Útvarp Saga birti frétt undir fyrirsögninni „Íran ákveður dauðarefsingu allt að 15 þúsund mótmælenda sem þurfa að fá holla lexíu.“ Rétt er fyrirsögnin að ofan „Óttast að Íran ákveði dauðarefsingu allt að 15 þús. mótmælenda.“ Það var rangt að fullyrða að „Íran ákveður dauðarefsingu“ þar sem slík ákvörðun hafði og hefur ekki verið formlega tekin. Hins vegar var rétt, að þingsamkoma Írans tók formlega ákvörðun með atkvæðagreiðslu um að hvetja til dauðarefsingar fyrir mótmælendur vegna Mahsa Amini. Fréttamaður kemur þessari leiðréttingu hér með á framfæri og breytir fyrirsögn gömlu greinarinnar í samræmi við það.

Bréf 227 þingmeðlima eins og ríkisfjölmiðlar í Íran greindu frá:

„Við, fulltrúar þessarar þjóðar, biðjum alla embættismenn ríkisins, þar á meðal dómskerfið: að meðhöndla þá sem háðu stríð [gegn íslömsku stofnuninni] og réðust á líf fólks og eignir eins og Daesh [hryðjuverkamenn], þannig að slíkt yrði holl lexía á sem skemmstum tíma.“

Mannréttindahópur SÞ fyrir Íran sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

„Með áframhaldandi kúgun mótmælanda gætu bráðum verið gefnar út margar fleiri ákærur sem leiða til dauðarefsingu og dauðadóma. Við óttumst, að konur og stúlkur, sem hafa verið í fararbroddi mótmælanna og þá sérstaklega konur sem verja mannréttindi og hafa verið handteknar og fangelsaðar fyrir að krefjast þess að binda enda á kerfisbundin mismununarlög, stefnur og venjur, – gætu sérstaklega verið skotmark.“

Ef vafi leikur á um réttmæti fréttar er ágætt að skoða www.snopes.com

Á vefsíðunni snopes.com er fjallað um margar fréttir sem ganga um í heiminum og staðreyndakönnun fer fram til að ákvarða sannleiksgildi fréttanna. Síðan fjallaði meðal annars um það, hvort satt væri, að Íransstjórn ætlaði að aflífa 15 þúsund mótmælendur í fjöldaaftökum. Margir stórir fjölmiðlar eins og Newsweek og einnig stjórnmálaleiðtogar eins og forsætisráðherra Kanada Justin Trudeau dreifðu fréttinni um væntanleg fjöldamorð í Íran. En fjöldi blaðamanna eins ot t.d. Shayan Sardarizadeh hjá BBC sögðu fréttina ósanna sbr. tíst Sardarizadeh hér að neðan:

Samkvæmt mannréttindahóp Írans hafa átt sér stað 474 aftökur í Íran frá upphafi árs sem ekki eru tengdar mótmælunum sem hófust í September. Shayan Sarfarixadeh segir frá:

Shayan segir frá því að formlega sé búið að kæra 1 019 mótmælendur en flestir hafa enn ekki fengið formlega ákærur eða mál þeirra farið fyrir dómstóla. Hann segir einnig að stjórnin hafi þegar drepið hundruð og handtekið þúsundir mótmælenda á aðeins átta vikum en telur að erfitt verði fyrir ríkisstjórnina að ákveða um fjöldaaftökur.

Ótti um fjöldaaftökur ekki nýjar

Ár 1988 aflífuðu írönsk yfirvöld þúsundir fanga víða um land. Frásagnir segja frá fjölda á milli 2 800 til 5 000 manns. Endurminningar Hussein Ali-Montazeri voru góðar heimildir um ástandið. Vefsíðan snopes.com er góð heimild, því þar eru vafatriði frétta tekin fyrir og farið ofan í saumana.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila