Óttast að ríkisstjórnin muni taka þátt í innflytjendapakka ESB

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem var gestur í þætti Péturs Gunnlaugssonar sagði í þættinum að hann óttaðist að ríkisstjórnin ætli sér að taka þátt í Innflytjendapakka ESB sem samþykktur hefur verið hjá ESB. Sigmundur segir að hann hafi það frá fyrstu hendi að mikill áhugi sé innan Utanríkisráðuneytisins og stjórnkerfisins almennt að Ísland taki þátt í pakkanum sem muni þýða enn meira flæði hælisleitenda hingað til lands.

Sigmundur bendir á að þeir sem taki þátt í pakkanum muni þurfa að taka það á sig að taka við hælisleitendum sem koma til Evrópusambandslanda. Það hefur þær afleiðingar að Ísland þyrfti að gera það líka. Íslendingum yrði ætlað að taka á móti ótilgreindum fjölda hælisleitenda ofan á þann fjölda sem þegar kemur hingað til lands og er farið að valda miklum vandræðum.

Útlendingafrumvarpið gengur ekki nógu langt

Þá ræddi Sigmundur í þættinum um útlendingafrumvarpið sem nú sé fyrir þinginu og segir Sigmundur að það sé betra að samþykkja það heldur en ekki. Hann bendir þó að að frumvarpið taki ekki á hinu raunverulega vandamáli sem sé hið mikla innflæði hingað af hælisleitendum. Frumvarpið snúi fyrst og fremst um viðbrögð við þeim fjölda sem er þegar kominn hingað og að frumvarpið stoppi ekki upp í nein göt sem valda því mikla flæði sem hingað streymir.

Vopnakaupin óæskileg stefnubreyting á utanríkisstefnunni

Einnig var rætt um þá ákvörðun utanríkisráðherra að fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínu og segir Sigmundur að honum finnist þetta vera mjög óæskilega stefnubreytingu á utanríkisstefnunni. Hingað til hafi verið lögð á áhersla að Íslendingar væru friðelskandi þjóð en núna sé annað hljóð komið í strokkinn. Hann segir þessa ákvörðun fyrst vera einhverja leið sem ráðamenn telji sig þurfa til þess að sanna sig og vera vinsælir í næsta kokteilboði.

Ísland á að senda hjálpargögn en ekki vopn

Sigmundur segir að það sé hans mat að betra væri að Ísland héldi sig við þá stefnu sem verið hefur sem er að senda til dæmis hjálpargögn á stríðssvæði og veita anna stuðning af svipuðu tagi en alls ekki vera að senda vopn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila