Site icon Útvarp Saga

Ótti eykst um að gjaldþrot Silicon Valley Bank sé aðeins upphaf nýs bankahruns

Að mati ýmissa sérfræðinga gæti gjaldþrot Silicon Valley bankans verið upphafið að hruni fleiri banka. Áður en Silicon Valley Bank fór á hausinn, þá seldu stjórnendur bankans hlutabréf sín í bankanum, sem er augljós misnotkun á innherjaupplýsingum. Starfsmenn bankans fengu einnig greiddan ársbónus nokkrum tímum áður en bankinn fór í gjaldþrot. Fjárfestar bankans voru ekki eins „heppnir“ því þeir reyndu að taka út 42 milljarða dollara á fimmtudaginn, daginn fyrir hrunið en það var ekki hægt „vegna tímabundins tæknivanda.“

Ekki var hægt að taka út peninga úr bankanum s.l fimmtudag en bankinn hrundi á föstudaginn.

Óttast er að Silicon Valley bankinn verði ekki síðasti bankinn sem fari á hausinn árið 2023. Ótti jókst á föstudaginn um framtíð First Republic Bank, eftir gjaldþrot Silicon Valley bankans á föstudaginn. Silicon Valley bankinn er 14. stærsti banki í Bandaríkjunum og sérhæfir sig í stuðningi við tæknifyrirtæki í grænum orkuskiptum. Ríkið tók yfir gjaldþrotabúið og reynir að finna aðra fjármálastofnun til að taka að sér að halda bankanum gangandi. First Republic Bank er 16. stærsti banki í Bandaríkjunum og hrundu hlutabréf bankans um 50% á föstudag en staðnæmdust á 15% við lokun verðbréfamarkaða.

Búist við fjöldauppsögnum og að heil kynslóð sprotafyrirtækja fari í súginn

First Republic Bank gaf út yfirlýsingu til að reyna að róa fjárfesta, þar sem bent var á „áframhaldandi öryggi og stöðugleika og sterka fjármagns- og lausafjárstöðu.“ Vandamálið fyrir innstæðueigendur í bönkum með innstæður yfir $ 250.000 er, að þessar innstæður eru ekki tryggðar af Tryggingasjóði ríkisins. Þessar innstæður falla undir eignir bankans sem skuldareigendur fá greitt í uppgjöri þrotabús verði einhverjar eignir til eftir hrun bankans.

Andrew Yang varar við því að til stórfelldra uppsaga gæti komið í tæknigeiranum, ef stjórnvöld grípa ekki í taumana. Frumkvöðullinn Andrew Yang varð þjóðkunnur í Bandaríkjunum, þegar hann fór í framboð til tilnefningar demókrata til forsetaembættis í Hvíta húsinu ár 2020 og til embættis borgarstjóra New York borgar ár 2021. Hann hvatti til ríkisafskipta í kjölfar falls Silicon Valley Bank og varaði við hugsanlegum fjöldauppsögnum í nálægri framtíð og „fjárhagslegs smits.“ Yang varaði við:

„Ef ekki verður gripið til einhvers konar aðgerða, þá munum við horfa upp á fjöldauppsagnir og fyrirtækjadauða, þar sem heilli kynslóð sprotafyrirtækja verður útrýmt.“

Fv. fjármálastjóri Lehman Brothers bankastjóri Silicon Valley Bank

Jospeph Gentile fv. forstjóri Lehman Brothers

Það bætir ekki úr skák að vita, að bankastjóri Silicon Valley Bank, Jospeph Gentile, var fjármálastjóri Alþjóðlega fjárfestingarbankans Lehman Brothers áður en sá banki fór á hausinn 2008 og olli stærstu efnahagskreppu í heiminum eftir kreppunni miklu fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Gentile hætti hjá Lehman Brothers ári fyrir hrun bankans og hóf störf hjá Silicon Valley Bank.

Þá er einnig óttast um afkomu bankans CIRCLE sem sagður er hafa haft andvirði 3,3 milljarða dollara af 40 milljarða dollara rafmynt í vörslu Silicon Valley Bank. Max Keiser spáði fyrir um hrun CIRCLE þegar fyrir meira en mánuði síðan sbr. tíst neðar á síðunni.

Starfsmenn Silicon Valley Bank greiddu fé til Biden og annarra demókrata í kosningunum 2020

Starfsmenn Silicon Valley Bank greiddu samtals yfir 188 þúsund dollara í sjóði frambjóðenda í kosningunum ár 2020. Af þeim fór yfir 90% eða 173,434 dollarar til frambjóðenda demókrata en 7,2% eða 13,763 dollarar til frambjóðenda repúblikana. Joe Biden fékk 66,748 dollara af fénu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla