Óvinsældir Bandaríkjaforseta í nýjum hæðum: „F**k Joe Biden“ tískan vex í Bandaríkjunum – líka „We love Trump“

Óvinsældir forsetans og varaforseta Bandaríkjanna eru orðnar slíkar, að demokratískir frambjóðendur eru farnir að taka burtu merki þeirra á bolum, þegar þeir halda framboðsræður. Ómældur fjöldi háðsmynda er á ferðinni og Útvarp Saga birtir eina þeirra hér þar sem Biden & Harris sjást í hlutverki þess Heimska og þess Heimskari í kvikmynd með sama nafni. (Sksk Twitter).

Óhætt er að segja, að venjulegi Bandaríkjamaðurinn hafi snúið við baki að forsetanum Joe Biden. Hefur á skömmum tíma myndast sú hefð á íþróttavöllum, að með slagorðum fyrir heimaliðið er #FJB látið dynja yfir leikvanginn eins og verið sé að rægja andstæðinginn. Fimmta vika háskólaboltans er í gangi og slagorðin „F*ck Joe Biden“ dynja á leikvöllum víðsvegar um Ameríku meðal áhorfenda. Og það er ekki aðeins á fótboltaleikjum háskólanna – anti Biden hreyfingin sést á mörgum stærri íþróttasamkomum eins og sjá má á dæmum með myndböndum neðar á síðunni.

Annað hljóð í strokknum, þegar Trump gerist íþróttafréttamaður

Annað hljóð er í strokknum, þegar Donald Trump 45. forsetinn var fengin til að lýsa hnefaleikakeppni Holyfield og Vitor Belfort en þá hrópaði mannfjöldinn „Við viljum Trump“ þannig að stuðningsmenn á fundi með Trump hefðu ekki gert það betur. Einnig sáustg borðar með áletruninni „Trump 2024“ með tilvísun til forsetakosninganna 2024 og ósk um að Donald Trump bjóði sig aftur fram í forsetaembætti þá.

Fer Joe Biden til sögunnar sem óvinsælasti forsetinn?

Á sumum háskólaleikjunum er #F*ck Joe Biden hrópað enn hærra en annars staðar t.d. í Oklahoma State, North Carolina State, Auburn og Kentucky.

https://twitter.com/TWA1212/status/1444531358072770561?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1444531358072770561%7Ctwgr%5E%7Ctwcon%5Es1_&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.breitbart.com%2Fsports%2F2021%2F10%2F03%2Fwattch-fck-joe-biden-chants-ring-out-college-football-stadiums-across-country%2F
https://twitter.com/LankyEl/status/1444364942631636995?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1444364942631636995%7Ctwgr%5E%7Ctwcon%5Es1_&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.breitbart.com%2Fsports%2F2021%2F10%2F03%2Fwattch-fck-joe-biden-chants-ring-out-college-football-stadiums-across-country%2F

Í lok NASCAR Xfinity Series kappakstursins þegar Kelli Stavast, fréttakona NBC tók viðtal við kappaksturshetjuna Brandon Brown, þá gullu slagorðin gegn Joe Biden. Hins vegar lét fréttamaður NBC, Kelli Stavast, eins og mannfjöldinn væri að syngja „Let’s Go Brandon!“

Sbr. myndbandið hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila