Óvissustigi lýst yfir á Austfjörðum vegna mikillar úrkomu – Fært upp á hættustig í kvöld

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýst yfir óvissustigi á Austfjörðum vegna mikillar úrkomu. Samkvæmt veðurspá er gert ráð fyrir mjög ákafri úrkomu á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi Vestra.

Fram kemur í tilkynningu að gert sé ráð fyrir um 150 mm úrkomu á 24 klst en meira en 300 mm á 48 tímum þar sem mest verður fyrir austan.

Vatnshæð í borholum á Eskifirði og Seyðisfirði er mjög lág eftir sumarið en létt rigning undanfarna daga hefur gert það að verkum að efsti hluti jarðvegarins er ekki alveg þurr.

Því er búist við að jarðvegurinn eigi að geta tekið vel við nokkru magni af úrkomu en úrkomuákefð hefur talsverð áhrif á það hvort vatn nær að hripa niður í jarðveginn en þurr jarðvegur hefur tilhneigingu til að taka verr við ákafri úrkomu.

Hitastig er ennþá vel yfir frostmarki og er gert ráð fyrir að það rigni í fjöll þó gæti sliddað í allra efstu tinda. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður.

Óvissustigið tekur gildu klukkan sex síðdegis og um leið verður samhæfingarstöð almannavarna virkjuð.

Veðurspá fyrir Austfirði frá miðnætti í kvöld:

Appelsínugul viðvörun – óvissustig og hættustig þegar kvölda tekur.

Talsverð eða mikil rigning. Aukið afrennsi og vatnavextir í ám og lækjum sem líkum á flóðum og skriðuföllum, sem getur raskað samgöngum. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og einnig að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Smelltu hér til þess að sjá uppfærðar veðurviðvaranir

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila