Pakkasprengjur mögulega kosningabragð stuðningsmanna demókrata

Pakkasprengjur sem sendar hafa verið fólki sem tengist Demókrötum í Bandaríkjunum, þar á meðal George Soros og Hillary Clinton og John Brenan eru mögulega kosningabragð af hálfu stuðningsmanna demókrata. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Í þættinum sagði nánar frá pakkasprengjunum sem reynst hafa ekki verið raunverulegar og þeirri umræðu sem skapast hefur um pakkana dularfullu, en athygli hefur vakið að þeir sem hafa fengið sprengjurnar sendar eiga það sameiginlegt að tengjast demókrötum á einn eða annan hátt, en alls hafa níu sprengjur fundist. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila