Paul Watson hættur í Sea Shepherd – Gestrisni færeyinga varð honum að falli

Gestrisni færeyinga þegar Sea Shepherd reyndi að trufla grindhvalaveiðar í Færeyjum varð til þess að upp kom ágreiningur á milli Paul Watson stofnanda samtakanna og áhafnarmeðlima samtakanna sem endaði með formlegri úrsögn Watson úr eigin samtökum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jens Guð bloggara í þætti Péturs Gunnlaugssonar.

Jens segir að það sem átti sér stað var að fyrir nokkru þegar Sea Shepherd liðar höfðust við í Færeyjum í þeim tilgangi að trufla grindhvalaveiðar. Stjórnvöld í Færeyjum lögðu mikla áherslu á það við heimamenn að þó meðlimum samtakanna greindi á við eyjaskeggja um grindardráp væru þeir samt gestir og koma ætti fram við þá sem slíka. Eins og flestum er kunnugt er færeyingum mikil gestrisni í blóð borin og það stóð þess vegna ekki á þeim að koma fram við þessa óvinveittu gesti sína af mikilli kurteisi og virðingu.

Þetta varð til þess að áhafnarmeðlimir tóku að hrósa færeyingum í hástert á samfélagsmiðlum og greindu frá því þar hversu frábært fólk færeyingar væru.

Paul Watson reiddist mjög áhafnarmeðlimunum og hellti sér yfir þá með mikilli skammarræðu og sagði Watson að Færeyingar væru óvinir Sea Shepherd samtakanna og það bæri að koma fram við þá sem slíka. Áhafnarmeðlimirnir létu sér hins vegar ekki segjast og óhlýðnuðust Watson og héldu áfram að hrósa færeyingum.

“ við þetta var Paul Watson mjög ósáttur og sagðist ekki lengur eiga samleið með félögum sínum og sagði sig formlega úr samtökunum og stofnaði önnur samtök“ segir Jens.

Það var svo núna fyrr í sumar að Watson ákvað sjálfur að fara til Færeyja á nýju skipi sínu til þess að freista þess að trufla grindhvalaveiðarnar en þá var honum tilkynnt að kæmi hann nær en tólf mílur yrði hann umsvifalaust handtekinn.

„hann ætlaði samt að láta á þetta reyna og fór því inn fyrir tólf mílurnar en þá komu tvö vígaleg færeysk varðskip á móti honum á fullri ferð og þá sneri Watson við á punktinum og gaf allt í botn og hrökklaðist til Englands og ekkert hefur heyrst frá honum síðan“segir Jens.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila