Pfeizer enginn engill – greiddi 2,3 milljarða dollara sekt í stærsta svikamáli bandaríska dómsmálaráðuneytisins árið 2009

Á meðan sögur hrannast upp af aukaverkunum Pfizer bóluefna gegn Covid-19 sbr. nýjar fréttir frá heilbrigðismálaráðuneyti Ísraels um 62 tilfelli hjartabilana (myocarditis) með a.m.k. 2 dauðsföllum flest öll hjá ungum mönnum á aldrinum 18-30 eftir seinni sprautu Pfeizer, – þá kemur hér frásögn frá stærsta svindlmáli bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegnum tíðina.

Frásögnin er fengin beint af heimasíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Bandaríski lyfjarisinn Pfizer Inc. og dótturfyrirtæki þess Pharmacia & Upjohn Company Inc. (hér eftir saman „Pfizer“) samþykktu að greiða 2,3 milljarða Bandaríkjadala í stærsta uppgjöri svikamála í heilbrigðismálum í sögu bandaríska dómsmálaráðuneytisins til að komast undan ábyrgð á glæpsamlegri og ólöglegri kynningu fyrirtækisins á tilteknum lyfjum.

M.a. leiddi fölsk markaðssetning á lyfjum Pfeizers til þess að yfir „10 þúsund starfsmenn bandaríska póstsins, sem fengu meðferð með þessum lyfjum fengu háar bætur vegna svindlsins“ sagði Joseph Finn, sérstakur umboðsmaður eftirlitsskrifstofu póstþjónustunnar.

Pharmacia & Upjohn Company játuðu sig seka um brot gegn matvæla-, fíkniefna- og snyrtivörulögum vegna falskrar markaðssetningar Bextra í þeim tilgangi að svíkja eða villa um fyrir neytendum. Bextra er bólgueyðandi lyf sem Pfizer tók af markaðnum árið 2005.

Að auki samþykkti Pfizer að greiða milljarð Bandaríkjadala, vegna þess að fyrirtækið hafi kynnt fjögur lyf ólöglega – Bextra, Geodon geðrofslyf, Zyvox sýklalyf og Lyrica flogaveikilyf. Leiddi sú markaðssetning til þess, að í heilbrigðisáætlunum ríkisins voru settar fram rangar fullyrðingar um notkun, sem ekki voru læknisfræðilega viðurkenndar. Einnig var Pfizer sektað fyrir að múta heilbrigðisstarfsmönnum til að benda á þessi lyf framar öðrum. Sem hluta af uppgjörinu var ákveðið að greiða sex uppljóstrurum 102 milljónir dollara. Er um að ræða eitt stærsta svikamál og uppgjör í sögu lyfjafyrtækja. Hér að neðan er stikla á stóru í ummælum margra aðila sem komu að málinu.

Tom Perrelli dómsmálaráðherra: „Víðtækt samstarf ríkisstjórnar Bandaríkjanna, fylkisstjórna, leyniþjónustu og lögreglu“

„Þetta uppgjör er vitnisburður um það víðtæka, samhæfða átak á milli alríkisstofnana og fylkjanna og svæðabundinna samstarfsaðila… Þetta er dæmi um samfelld og árangursrík störf dómsmálaráðuneytisins til þess að endurheimta fé frá þeim, sem reyna að græða með svindli og til þess að vernda bandarískan almenning.“

Tony West, aðstoðarsaksóknari: „Settu gróðann fram yfir velferð sjúklinganna“

„Ólögleg háttsemi og svik lyfjafyrirtækjanna settu lýðheilsu í hættu, spilltu læknisfræðilegum ákvörðunum heilbrigðisstarfsmanna og kostuðu ríkisstjórnina milljarða dala. Þetta borgaralega uppgjör og samningur við Pfizer eru enn eitt dæmið um hvaða viðurlög verða, þegar lyfjafyrirtæki setur hagnað fram yfir velferð sjúklinga.“

Mike Loucks, starfandi lögmaður Bandaríkjanna í Massachusetts: „Endurspeglar alvarleika og umfang glæpa Pfizers“

„Stærð og alvara þessarar ákvörðunar, þar með talin gríðarleg refsisekt sem nemur 1,3 milljörðum dala, endurspeglar alvöru og umfang glæpastarfsemi Pfizer. Pfizer braut lög á löngum tíma. Jafnframt reyndi Pfizer að semja um ásakanir um glæpsamlegt hátterni nýlegs dótturfyrirtækis, síns, Warner-Lambert, samtímis sem Pfizer sjálft braut sömu lög.“

Kevin Perkins, aðstoðarforstjóri FBI: „FBI tryggir að lyfjafyrirtækin fylgi lögunum“

„Þótt rannsóknir af þessu tagi séu oft langar og flóknar og krefjast margra úrræða til að ná jákvæðum árangri, mun FBI ekki láta af því að halda áfram að tryggja að lyfjafyrirtækin stundi viðskipti á lögmætan hátt.“

Michael L. Levy, saksóknari Pennsylvaníu: „Lyfjafyrirtæki sem grafa undan reglum Matvæla- og lyfjastonunarinnar stofna heilsu sjúklinga í hættu“

„Uppgjörið verndar Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna FDA í mikilvægu hlutverki sínu að tryggja að lyf séu örugg og árangursrík. Þegar framleiðendur grafa undan reglum FDA, þá grípa þeir fram fyrir hendur lækna og stofna heilsu sjúklinga í hættu. Almenningur treystir þeim fyrirtækjum sem FDA hefur viðurkennt.“

Sharon Woods, forstöðumaður varnarmálaráðuneytisins: „Ólögleg starfsemi Pfeizers jók á kostnað sjúklinga og ógnaði öryggi þeirra“

„Kynning á lyfjum Pfizers án lyfseðils hafði veruleg áhrif á traustið á TRICARE, heilbrigðiskerfi varnarmálaráðuneytisins. Þessi ólöglega starfsemi jók kostnað sjúklinga, ógnaði öryggi þeirra og hafði neikvæð áhrif á heilbrigðisþjónustu yfir níu milljóna hermanna, eftirlaunaþega og fjölskyldna þeirra, sem öll treystu á kerfið.“

Embættisskrifstofur bandaríska dómsmálaráðuneytisins í Massachusetts-héraði, Austur-umdæmi Pennsylvaníu og Austur-umdæmi Kentucky og borgaradeild dómsmálaráðuneytisins fóru með þessi mál. Lögfræðistofa Bandaríkjanna fyrir Massachusetts-hérað leiddi sakamálarannsókn varðandi Bextra. Rannsóknin var framkvæmd af skrifstofu landlæknisembættisins fyrir heilbrigðis- og mannúðardeildina (HHS), FBI, varnarmálarannsóknarþjónustuna (DCIS), skrifstofu refsirannsókna fyrir matvælastofnunina (FDA), Skrifstofu refsirannsókna Veterans ‘Administration (VA), skrifstofu aðalskoðunarmanns, skrifstofu starfsmannastjórnunar (OPM), skrifstofu aðalskoðanda fyrir póstþjónustu Bandaríkjanna (USPS), Þjóðarsamtök með eftirlit á lækningasvindli og skrifstofur ýmissa ríkissaksóknara.

Deila