Pólland hafnar innflytjendapakka ESB

Pólland samþykkir ekki þvingandi móttöku farandfólks samkvæmt nýrri tillögu ESB. Mynd © Sakuto, CC 2.0

Pólsk stjórnvöld munu ekki taka þátt í áætluninni um farandfólk sem sænska forsætisráðið í Evrópusambandinu lagði til, að því er utanríkisráðuneyti landsins tilkynnti á miðvikudaginn. „Það er ekkert og mun ekki verða neitt samþykki fyrir þvinguðum flutningi farandfólks til Póllands“ segir pólski innanríkisráðherrann Mariusz Kamiński.

Tillaga framkvæmdastjórnar ESB um farandfólk snýst um að breyta innflytjenda- og hæliskerfi sambandsins, þar á meðal flutningi á allt að 120.000 farandfólks á ári að jafnvirði 22.000 evra á hvern farandverkamann. Löndin sem neita að taka á móti innflytjendum verða sektuð samkvæmt heimildum ESB til pólsku fréttastofunnar PAP.

Flutningar farandfólks og hælisleitenda voru ræddar þann 24. maí á fundi með sendiherrum sambandsins. Rædd var tillaga framkvæmdastjórnar ESB sem fastafulltrúi Póllands Andrzej Sadoś tilkynnti að Pólland hafni staðfastlega. Sadoś lýsti því yfir fyrir fundinn, að fyrirhugað kerfi tryggi ekki nægilegar samstöðuráðstafanir. Pólverjar eru einnig andvígir að greiða fé sem „valkost“ við að taka á móti innflytjendum. Sadoś kallar það í staðinn „refsingu“ fyrir að neita að uppfylla kröfurnar.

Forsætisráðherrann mótmælir tillögunni

Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, mótmælti því á föstudag, að kerfið myndi í reynd þýða að lönd yrðu að velja á milli þess að annað hvort taka við innflytjendum eða greiða reiðufé í sérstakan sjóð segir í frétt Politico fréttastofunnar. Samkvæmt Morawiecki þyrftu lönd sem hafna lögboðinni endurbúsetu að greiða að minnsta kosti 22.000 evrur fyrir hvern farandmann sem þau taka ekki við – til að bæta öðrum löndum kostnaðinn við að taka við þessu fólki.

Í lítillega breyttum drögum frá föstudeginum er lagt til að komið verði á „þvingaðri bótaskyldu“ fari flutningsskuldbindingar niður fyrir 60 prósent af heildarþörf. Þetta myndi leiða til bótakerfis þar sem lönd sem uppfylla ekki flutningskvóta þeirra myndu ekki geta sent farandfólk til baka til fyrsta evrópska komulands síns. Til að tillagan verði samþykkt í framkvæmdastjórn ESB þarf aukinn meirihluta meðal aðildarríkja ESB og enn er fjarri lagi að talsmenn umbótanna nái því.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila