Ráðherra sem segir af sér getur ekki farið í næsta ráðherrastól

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi og lögmaður var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur segir aðspurður að hann myndi ekki líða það að ráðherra sem segði af sér vegna afglapa í embætti færi yfir í næsta ráðherrastól. Hann sem forseti myndi einfaldlega ekki líða það. Ráðherrar sem eru staðnir að valdníðslu yrðu ekki skipaðir aftur í embætti eins og Svandís Svavarsdóttir gerði í hvalveiðimálinu.

Arnar segir að þegar slík staða kæmi upp og hann sem forseti væri búinn að gera forsætisráðherra grein fyrir að slíkt væri ekki í boði. Ef forsætisráðherra myndi sækja það mjög fast að viðkomandi færi í næsta ráðherrastól og voga sér að koma með bréf þess efnis til forseta væri sá forsætisráðherra að knýja á um árekstur við forsetann.

Menn verða að hafa prinsipp

Hann segir ef árekstur yrði á milli forseta og forsætisráðherra myndi það þýða að það hefði afleiðingar. Það gæti til dæmis orðið til þess að ríkisstjórnin springi og það gæti orðið til þess að þingið gerði þá kröfu um að forseti yrði að víkja. Arnar segir að menn hljóti að þurfa að hafa einhver prinsipp og að engum forseta eða valdamanni geti þótt það vænt um starf sitt eða embætti að hann sé tilbúinn til þess að lítillækka sig með því að brjóta prinsippin sín.

Valdníðingar ekki skipaðir aftur í embætti.

Það þýði að forseti sem væri virkilega andsnúinn því að skipa mann í embætti að nýju sem sannarlega er búinn að brjóta lög og fremja valdníðslu eins og Svandís Svavarsdóttir gerði í hvalveiðimálinu, þá er forseta alveg heimilt að segja að hann ætli ekki að skipa valdníðinginn aftur í embætti.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila