Ráðherrar eru þernur kerfisins

Hallur Hallsson.

Guðlaugur Þór er með bundnar hendur gagnvart bjúrókrötum í Utanríkisráðuneytinu í orkupakkamálinu og stjórnmálamenn sem verða ráðherrar verða um leið þernur kerfisins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halls Hallssonar blaðamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Hallur segir að ráðherrar verði þannig þrælar kerfisins ” og byrja að tala eins og kerfið, og það er sláandi að verða vitni að þessu aftur og aftur“,segir Hallur Hallur segir fleiri dæmi um þetta ” þegar Geir Haarde lét Samfylkinguna binda hendur sínar og ætlaði að fara Evrópusambandsleiðina 2008 tók hinn almenni Sjálfstæðismaður Valhöll yfir og hélt fundi kvöld eftir kvöld og krafðist þess að sú leið yrði ekki farin“, svo má nefna Steingrím sem sór að VG ætlaði aldrei að fara í ESB en daginn eftir að hann fór í ríkisstjórn var sótt um aðild“. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila