Ráðríkir arkitektar og raflínur höfðu neikvæð áhrif á uppbyggingu nýrra hverfa í Hafnarfirði

Stjórnsemi arkitekta og raflínur urðu til þess að tafir hafa orðið á uppbyggingu nýrra hverfa í Hafnarfirði, sem síðan hefur leitt til þess að íbúafjöldi hefur staðið mikið í stað. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar Þ. Ragnarssonar oddvita og bæjarfulltrúa Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Sigurður segir að til dæmis hafi raflínur í Hamranesi sem færa átti fyrir löngu síðan hafi ekki verið færðar og fólk hafi ekki viljað búa undir slíkum raflínum enda hafa vaknað upp áleitnar spurningar hvort búseta nálægt slíkum raflínum hafi á heilsu. Þá hafi ekki betra tekið við þegar selja átti lóðir við Skarðshlíð. Þar hafi kröfur arkitekta verið með slíkum ólíkindum að fólk vildi hreinlega ekki kaupa þar lóðir til að byggja á. Þar vildu arkitektar meðal annars fá að ráða lit ákveðinna húsa, efnisklæðningum og öðru sem að húsunum kom með ýmsum hætti. Bendir Sigurður á að þegar fólk byggir sérbýli vilji það sjálft fá að ráða heildarútliti húsa sinna og því sé það í raun skiljanlegt að fólk hafi ekki viljað beygja sig undir vilja arkitektanna, auk þess sem vandinn hvað arkitektana varðar hefur einnig komið upp á öðrum stöðum þar sem lóðir eru tilbúnar.

Tekur of langan tíma að afgreiða erindi sem berast skipulagssviði

Þá segir Sigurður að alltof langan tíma taki að afgreiða erindi þeirra íbúa sem vilja byggja eða gera breytingar á fsteignum sínum. Nefnir Sigurður dæmi af manni sem hafði samband við hann og sagði farir sínar ekki sléttar.

„hann þurfti að gera þakglugga sem hann hafði hugsað sér að gera sem flóttaleið á risi í íbúðarblokk ef upp kæmi eldur, honum var sagt að það gengi ekki upp, hann þyrfti að fá undirskrift allra í blokkinni, það hafi maðurinn gert og þá sagði skipulagssviðið að hann þyrfi að koma með teikningar sem hann svo gerði en enn og aftur kom höfnun, svona gekk þetta á víxl og tók fjögur ár, og ég spyr finnst mönnum þetta bara allt í lagi? spyr Sigurður.

Vill stjórnsýsluúttekt á skipulagssviði

Hann segir þjónustustig sem er á þessum grunni vera með sovéskum brag, þarna þurfi sérfræðingar bæjarins að standa sig betur í að leiðbeina fólki svo mál þurfi ekki að taka svona langan tíma. Sigurður segir að best sé í stöðunni að gera úttekt á skipulagssviðinu í Hafnarfirði og komast til botns í því af hverju óánægja íbúa hvað skipulagssviðið varðar stafi.

Bærinn þrifinn of sjaldan

Sigurður segir bæinn einnig vera illa þrifinn og það þurfi að fara oftar í að þrífa og fegra bæinn en gert er nú, en það er að jafnaði einu sinni á ári, það er að segja á vorin. Hann vill að götur séu sópaðar og þrifnar að minnsta kosti þrisvar sinnum á ári. Það muni til dæmis bæta loftgæðin í bænum. Hann hefur þegar lagt þetta til við meirihlutann en þeim fannst ekki ástæða til þess að bregðast við því.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila