Rafmagn er ekki markaðsvara og varðar þjóðaröryggi

Það er algerlega rangt að flokka rafmagn sem markaðsvöru því hún lýtur ekki neinum markaðslögmálum auk þess sem það varðar þjóðaröryggi að hafa nægan aðgang að rafmagni. Þetta segir Kristinn Sigurjónsson rafmagns- og efnaverkfræðingur en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag.

Eðliseiginleikar rafmagns koma í veg fyrir að hún flokkist sem vara

Kristinn bendir á að þegar menn séu með markaðsvöru þá þurfi hún að geta fylgt markaðslögmálum. Verð ræðst af framboði og eftirspurn og það þarf að vera mikill sveigjanleiki í kerfinu svo hægt sé að framleiða meira af vörunni eftir því sem eftirspurn verður meiri. Þá verða að vera valmöguleikar þannig að hægt sé að kaupa minna af vörunni ef verðið hækkar. Hvorugt þessara atriða, sem er hornsteinn markaðslögmálsins, getur átt við um rafmagn. Ástæðan er sú að það er ekki hægt að framleiða meira eftir hentugleika þegar eftirspurn verður meiri rafmagni því ekki er hægt að afgreiða rafmagn eftir magni og þá er ekki hægt að draga úr framleiðslunni heldur.

Notendur hafa ekkert val

Þá geta kaupendur rafmagns heldur ekki dregið úr notkun rafmagns því almenningur er mjög háður rafmagni og tekur Kristinn sem dæmi að ef rafmagnsverð sé hátt þá geti rafmagnsnotendur ekki bara hálfeldað matinn til þess að spara rafmagn og það segi sig sjálft að slíkt gangi aldrei upp. Þá hafa notendur ekkert val um af hverjum þeir kaupi rafmagnið og hversu mikið rafmagn þeir kaupa.

Aðgangur að rafmagni er þjóðaröryggismál

Kristinn segir að vegna þess hve þjóðin er háð rafmagni til daglegra starfa svo sem til þess að knýja greiðslukerfin áfram, halda sjúkrahúsum gangandi, þá sé aðgangur af rafmagni í raun þjóðaröryggismál.

Kristinn ritaði grein á vef Útvarps Sögu um raforkumarkaðinn og orkupakkana sem lesa má með því að smella hér.

Hlusta má ítarlegar umræður um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila