Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sem er umhverfisverndarsinni, er harðlega gagnrýnd af öðrum Nató-ríkjum eftir að hafa lýst því yfir, að Evrópa sé „í stríði við Rússland.“
Annalena Baerbock kom með umdeildu skilaboðin í umræðum í Evrópuráðinu í Strassborg í fyrri viku.
„Við verðum að gera meira til að verja Úkraínu. Já, við þurfum líka að gera meira varðandi skriðdreka. En það mikilvægasta er, að við gerum það saman og að við séum ekki að kenna hvort öðru um í Evrópu, því við erum í stríði gegn Rússlandi en ekki hvert gegn öðru.“
Hefur aldrei heyrt annað eins brjálæði
Baerbock tilheyrir þýska umhverfisflokknum, Græningjum. Það er flokkur sem á rætur sínar að rekja til friðarhreyfingarinnar en er í dag meðal áköfustu talsmanna þess að senda skriðdreka og önnur þungavopn í stríðið í Úkraínu. Hörð viðbrögð við ummælum þýska utanríkisráðherrans koma úr mörgum áttum. Forseti Nató-ríkisins Króatíu, Zoran Milanović, segir:
„Ég hef aldrei heyrt svona brjálæði.“
„Vonandi tekst Þýskalandi betur núna en í seinni heimsstyrjöldinni“
Milanović lofar því að land hans muni „á engan hátt“ dragast með í „umboðs-stríð“ milli Nató og Rússlands, segir í frétt Remix News. Forsetinn óskaði Þýskalandi betri velgengni, í kaldhæðnislegum tón, að þessu sinni en í fyrri tilraun landsins til að sigra Sovétríkin í seinni heimsstyrjöldinni. Milanović hefur verið mjög gagnrýninn á nálgun vesturvelda í Úkraínustríðinu.
Hann kallar refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi „fáránlegar“ og heitir því að verða aldrei „þræll Bandaríkjanna.“ Í einni af nýjustu yfirlýsingum sínum fullyrti króatíski forsetinn, að skriðdrekar sem sendir voru til Kænugarðs gerðu ekkert annað en að framlengja stríðið.
„Við erum ekki í stríði við neinn“
Péter Szijjartó, utanríkisráðherra Nató-ríkisins Ungverjalands, fordæmdi stríðsaðferðir Annalenu Baerbock:
„Við erum ekki í stríði við neinn, við viljum ekki vera í stríði við neinn. Við viljum halda okkur utan við þetta stríð og það mikilvægasta fyrir okkur er öryggi Ungverjalands og ungversku þjóðarinnar.“