Site icon Útvarp Saga

Réttarhöld gegn Ghislaine Maxwell hefjast í dag

Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell meðan allt lék í lyndi. Epstein er látinn og réttarhöld yfir Maxwell hefjast fyrir dómstól á Manhattan, New York í dag.

Réttarhöld hefjast í máli Ghislaine Maxwell í dómstól á Manhattan í dag en Maxwell er ásökuð um  mansal og fulla þátttöku í glæpum barnaníðingsins og fjármálamannsins Jeffrey Epstein gagnvart ungum börnum, sem voru misnotuð kynferðislega. Jeffrey Epstein dó í fangelsi á Manhattan í New York við minnst sagt umdeildar aðstæður og því er opinberlega haldið fram, að hann hafi framið sjálfsmorð. Allir trúa samt ekki þeirri skýringu og telja að hann hafi verið myrtur vegna upplýsinga og jafnvel sannanir um barnaníð þekktra og vel efnaðra einstaklinga.

Það er því töluverð eftirvænting um, hvað réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell munu leiða í ljós en hún var handtekin tæpu ári eftir „sjálfsmorð“ Epsteins. Maxwell er dóttir hins látna fjölmiðlarisa Robert Maxwell í Bradford í New Hampshire í Bandaríkjunum.

Sex ákæruatriði gegn Maxwell varða brot á lögum framin 1994 – 2004 m.a. varðandi kynferðisafbrot gegn ungum stúlkum sem voru 14 og 15 ára þegar afbrotin voru framin. Ákærandinn segir, að Maxwell hafi fyrst vingast við stúlkurnar og gefið þeim gjafir og síðan hafi Epstein misnotað þær og á Maxwell sjálf að hafa tekið þátt í barnaníðinu. Dómstóllin hefur sex sinnum neitað að láta Maxwell lausa gegn greiðslutryggingu, því óttast er að Maxwell flýji landið.

Á langt fangelsi yfir höfði sér

Lögfræðingar Maxwell segja hana ákærða í stað Epstein, sem ekki var hægt að sækja til dóms, þar sem hann er nú látinn. Maxwell og Epstein voru góðvinir breska prinsins Andrew. Bandarísk-ástralska konan Virginia Giuffre ásakar prinsinn um að hafa misnotað sig gegn vilja hennar fyrir 20 árum síðan, þegar hún var 17 ára gömul. Giuffre segir, að Epstein hafi „lánað sig út“ til ýmissa valdamikilla manna. Mál Giuffre gegn prins Andrew verður tekið upp í Bandaríkjunum í lok næsta árs.

Ghislaine Maxwell neitar öllum ákæruatriðum. Búist er við að réttarhöldin nái vel fram í janúar á næsta ári. Verði Maxwell felld er búist við að hún þurfi að eyða það sem eftir er af lífinu í fangelsi.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla