Réttrúnaðarfjölmiðlar valdur að tíðari náttúruhamförum en ekki loftslagsvá

Nú á dögum berast oft fréttir af náttúruhamförum sem sagðar eru tengjast loftslagsbreytingum og oft fylgja þeim viðtöl við fólk sem titlar sig sérfræðinga á sviði loftslagsmála, sem halda því fram að náttúruhamfarir séu tíðari vegna loftlagsbreytinga en er það svo? Arnþrúður Karlsdóttir ræddi við Kristinn Sigurjónsson rafmagns og efnaverkfræðing í síðdegisútvarpinu í dag þar sem meðal annars var fjallað um loftslagsmálin.

Kristinn segir að það sé ekkert sem hann sjái sem bendi til þess að þó koltvíoxýð myndi tvöfaldast myndu gróðurhúsaáhrifin breytast meira en hálft til eitt prósent. Hann bendir á að á Wikipedia megi finna grein þar sem skýrum stöfum standi að vatnsgufa sé aðal gróðurhúsagastegundin á jörðinni og sé margfalt öflugri en nokkur önnur gastegund á jörðinni.

þá hafi veðurfræðingar sem Kristinn hefur rætt við bent á að vatnsgufan hafi meiri gleypni á því bylgusviði sem er. Kristinn segir þær lýsingar passa við það sem hann hafi lesið sér til um efnið.

Hann segir það ákveðið vandamál að það vanti rökræna umræðu um loftlagsmál, þar megi bara hafa eina skoðun og því sé ljóst að þar komi gervigreind ekki til með að hjálpa. því eins og fram kom í fyrri frétt Útvarps Sögu um viðtalið við Kristinn kom fram að gervigreindin mótist af því umhverfi sem hún er mótuð í og því muni hún tala í frösum í stað vitrænna ábendinga.

Þá bendir Kristinn á að nú á dögum þegar berist fréttir af náttúruhamförum sem menn vilja kenna loftslagsbreytingum um þá telji Kristinn að þar liggi ekki hundurinn grafinn. Hann segir að stóra vandamálið séu fjölmiðlar sem séu á réttrúnaðarlínunni í loftlagsmálum sem flytji fréttir af náttúruhamförum og tengi þau við loftslagsbreytingar. Þegar gögn séu skoðuð komi hins vegar í ljóst að náttúruhamfarir séu ekkert tíðari nú en á árum áður.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila