Reynt að flytja inn barnungar eiginkonur á grundvelli fjölskyldusameiningar

Dæmi eru um að reynt hafi verið að flytja hér inn barnungar eiginkonur erlendra manna og börn þeirra á grundvelli fjölskyldusameiningar. Nýjasta málið sem varðar erlendan karlmann sem sækir um að fá til landsins 15 ára eiginkonu sína ásamt þremur börnum þeirra. Þetta var meðal þess sem fram kom í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar en gestir þeirra voru Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins og Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins.

Aðspurður um hvort verið sé að flytja hér inn barnahjónabönd segist Eyjólfur ekki vita það fyrir víst en að ákveðin vandamál fylgi fjölskyldusameiningunum. Hann segir að líklega muni heyrast fréttir af því fljótlega að menn sem ekki séu í vinnu hér á landi fái að flytja hér inn fjölskyldur sínar sem muni svo enda á því að fara á velferðarkerfið hér á landi. Það kæmi honum ekki á óvart að fleiri mál um barnungar eiginkonur eigi eftir að koma upp.

Eyjólfur segir varðandi barnahjónaböndin að hér á landi verði menn að hafa gildin á hreinu því hér gildi íslensk lög og það beri að stöðva slíkt athæfi

Munaði litlu að heiðursmorð hefði verið framið hér

Aðspurður um hvar Miðflokkurinn standi hvað þessi mál varðar segir Bergþór að við stöndum á þeim stað að líta beri á innlend lög í þessum efnum. Við séum að sjá slíkar frásagnir núna auk þess sem litlu hafi munað að hér hefði fyrsta heiðursmorðið hefði verið framið á dögunum. Hann segir að mál af þessu tagi séu að eiga sér stað vegna þess að ekki hafi verið tekið nógu fast á útlendingamálunum hérlendis allan þann tíma sem núverandi ríkisstjórn hafi setið og ríkisstjórn Katrínar Jakbosdóttur.

Útlendingamálin hafa allt of lengi setið á hakanum

Bergþór segir að jafnvel þó útlendingafrumvarpið yrði samþykkt með breytingartillögum sem herði enn frekar á frumvarpinu þá komi staðan til með að verða snúin og það sé eingöngu vegna þess hve lengi útlendingamálin hafi verið látin sitja á hakanum.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila