Ríkisstjórn Austurríkis vill úthýsa innflytjendum eftir Hrekkjavökuóeirðir

Innanríkisráðherra Austurríkis Gerhard Karner t. h. vill herða verulega á innflytjendalögum eftir víðtækar óeirðir í Austurríki á Hrekkjavökunni. Meðal annars á að senda marga Afgana og Sýrlendinga heim. Innflytjendur sem fremja glæpi verða tafarlaust sviptir stöðu sem hælisleitendur (mynd skjáskot).

Frelsisflokkurinn gagnrýnir innflytjendastefnu ríkisstjórnarinnar

Í miðborg Linz voru óeirðir s.l. mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags, sem hundruð manna tóku þátt í. Þátttakendur, sem aðallega voru ungir innflytjendur, köstuðu glerflöskum og eldsprengjum að lögreglunni. Vegfarendur urðu einnig fyrir árásum. 

Óeirðirnar hafa vakið mikla athygli og Frelsislfokkurinn FPÖ, sem nálgast stöðu stærsta flokks Austurríkis í skoðanakönnunum sem kennir ríkisstjórninni um ástandið vegna misheppnaðrar innflytjendastefnu. Meðal 129 grunaðra eftir hrekkjavökuóeirðirnar höfðu 35 manns hælisvist, 5 voru hælisleitendur og 46 manns höfðu austurrískan ríkisborgararétt.

Gerhard Karner innanríkisráðherra tilkynnir, að vegna ofbeldisins vilji hann herða verulega stefnuna í innflytjendamálum. Ráðherrann sagði í viðtali við morgunþátt Ö1, að hann íhugi að „senda fólki aftur til Sýrlands eða Afganistan.“

Ekki hægt að leyfa ungum mönnum að notfæra sér kerfið

Gerhard Karner bendir á, að fólk frá Afganistan og Sýrlandi hafi þegar snúið sjálfviljugt heim frá Austurríki. Meðal þeirra sem Karner vill vísa úr landi eru einnig stuðningsmenn ríkisstjórnanna, sem að hans sögn eru ekki í neinni áhættu í heimalandi sínu.

„Við getum ekki haft hlutina þannig, að ungir menn notfæri sér kerfið.“

Karner segir að athuga þurfi allar umsóknir um dvalarleyfi fyrir ríkisborgara þriðja lands í samræmi við það. Til „meðallangs tíma“ vill hann senda Afgana og Sýrlendinga heim. Austurríska innflytjendastofnuninni er einnig falið að kanna hvort afturkalla eigi umsvifalaust hælisstöðu þeirra einstaklinga sem fremja glæpi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila