Ríkisstjórnin hyglir hagsmunaðilum – mikilvægt að flokkar sem hafa aðra sýn komist að með ferskan andbæ

Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra

Ríkisstjórnin hefur sýnt með verkum sínum að hún vinnur mest að því að hygla hagsmunaaðilum, til dæmis í sjávarútvegi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Benedikts Jóhannessonar fyrrverandi fjármálaráðherra og stofanda Viðreisnar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Benedikt segir að hann sé nokkuð sáttur við grunnstefnu Viðreisnar og að mikilvægt sé að flokkar eis og Viðreisn komist að á þingi til þess að koma inn ferskum andblæ, til dæmis sé flokkurinn með það í stefnu sinni að koma kvótanum á markað í stað þess að hygla hagsmunaópum í sjávarútvegi líkt og núverandi ríkisstjórn geri.

Þá veltir Benedikt fyrir sér veru Vinstri grænna í núverandi ríkisstjórn og segir að erfitt sé að koma auga á hvers vegna flokkurinn sé yfirleitt í ríkisstjórn „flokkurinn virðist helst vera þarna til þess að halda í ráðherrastóla, það er ekki að sjá að tilgangurinn sé nokkur annar“.

Hann segir mikilvægasta verkefnið framundan sé að koma ríkisfjármálunum í betra horf “ það var farið að halla á ógæfuhliðina þar áður en Covid skall á okkur og nú þarf að halda áfram að koma ríkisfjármálunum í gott horf„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila