Ríkisstjórnin kemst upp með að svara ekki spurningum um kostnað um rekstur heilbrigðiskerfisins

Ríkisstjórnin kemst upp með að svara ekki spurningum fulltrúum fjárlaganefndar um kostnað, t,d um rekstur heilbrigðiskerfisins, það geri ríkisstjórin í krafti þess að stjórnarflokkarnir eru í meirihluta. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björns Leví Gunnarssonar þingamanns Pírata í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Björn segir að til þess að hægt sé að grein nákvæmlega hvernig best væri að haga rekstri heilbrigðiskerfisins og hvaða leiðir hægt væri að fara til þess að reka það með sem hagkvæmustum hætti þurfi meirihlutinn að svara þeirri spurningu hver kostnaðurinn sé í heild. Við þeirri spurningu hafa þó ekki fengist nein svör og segir Björn að það megi rekja til þess að það hafi engar afleiðingar fyrir ríkisstjórnina að svara ekki þeim spurningum sem að henni beinast.

“ við erum með meirihlutafyrirkomulag hér á landi og það er meirihlutinn sem ræður í raun öllu og skortur á afleiðingum er eitthvað sem við eigum við að glíma. Það er af því að þau sem geta látið afleiðingarnar ná fram að ganga er meirihlutinn þannig að þegar það kemur ekki svar eða ófullnægjandi svar þá gengur hann ekki fram fyrir skjöldu og bendir á að það sé óásættanlegt að svar hafi ekki borist og þar af leiðandi komast allir upp með þetta“segir Björn.

Á sama tíma ríkir neyðarástand á bráðadeild og segir Björn að heilbrigðiskerfið sé í raun rekið áfram af góðmennsku þeirra sem þar starfa sem gefi í raun sína vinnu.

Aðspurður um hvort fyrirkomulagið þurfi að vera svona segir Björn það alls ekki vera.

„það þarf hins vegar ákvörðun til þess að halda ástandinu svona og sú ákvörðun er tvímælalaust hugmyndafræðileg að því leyti að sumir vilja bara fara í Bandaríska kerfið pólitískt séð á meðan aðrir vilja bara vera í opinbera kerfinu og það er einhvern veginn bara til þetta annað hvort eða þegar kemur að því“ segir Björn.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila