Það er mjög einkennandi fyrir þá ríkisstjórn sem nú situr að hún kennir alltaf öðrum um vandamálin sem hún ber sjálf ábyrgð á. Þetta var meðal þess sem Björn Leví sagði í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.
Björn segir það sama hvert litið sé, alltaf sé allt öðrum um að kenna heldur en ríkisstjórninni. Björn segir að það versta sé að Íslendingar séu því miður mjög opnir fyrir að trúa því sem ríkisstjórnin segir um að það sem miður fari sé öðrum um að kenna. Það sé öðrum að kenna að erlendum mönnum sem komi hingað og kaupi jarðir í stórum stíl. Björn segir að það geti vissulega verið vandamál en vandamálið sé kannski frekar Íslendingar sem kaupi allt upp og einoka eins og dæmin sanni eins og í sjávarútvegi og í kjöframleiðslu.
Viðkvæm mál þögguð niður
Í þættinum kom fram að mál sem þessi væru illa séð í umræðunni og gjarnan þögguð niður. Björn segir að þetta sé eins og í sögunni um Nýju fötin keisarans og barnið sem benti á að keisarinn væri ekki í neinum fötum. Það sé hins vegar svo að þeir sem bendi á það fái bágt fyrir og séu hreinlega skammaðir fyrir að benda á hið augljósa sem allir sáu, en vilja ekki viðurkenna.
Hvaðan kemur hin nýja kynfræðsla í skólum
Arnþrúður segir að þó séu til mál sem komi beinlínis erlendis frá þó ríkisstjórnin beri á því ábyrgð og það sé meðal annars hin svo mjög umdeilda kynfræðsla í skólum sem hefur beina skírskotun til kláms í ákveðnum tilfellum. Fjölmargir foreldrar hafi áhyggjur af þeirri þróun.
Kynfræðslu í skólum þarf að skoða nánar
Björn segir að hann vilji fara varlega í að ætla kennurum að kenna slíkt og ef svo sé þá sé í raun ekkert sem segi að kennarar þurfi að sitja undir því að þurfa að kenna slíka kennslu. Hann segir að hann myndi vilja skoða þessa kennslu nánar og hvað sé gert í henni og hvað sé ekki gert.
Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan