Ríkisstjórnin slær met í útgjöldum og safnar skuldum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra segir að megin niðurstaða nýs fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar vera, að áfram eigi að reka ríkið með halla, slá met í útgjöldum og safna skuldum. Skattaálögur á flug og flutninga eigi ekki við hér á landi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Sigmundur segir að boðaður niðurskurður hjá ríkinu sem Bjarni Benediktsson, hefur kynnt að minnsta kosti fjórum sinnum, gangi að miklu leyti út á að hækka álögur á almenning og skilgreina það sem aðhald.

„sem segir nú sína sögu um hvernig menn túlka hlutina. Þarna en svo hlutir eins og opin skrifstofurými, hagkvæmari innkaup, rafrænar lausnir sem eru einhverjir svona fuglar í skógi.
Síðan á að reyna að draga úr launakostnaði ríkisins eða réttara sagt láta hann ekki vaxa eins mikið og ella með fækkun starfsmanna sem er algerlega óljóst hvernig menn ætla að framkvæma “ segir Sigmundur.

Hann bendir á að aðhaldið sé aðeins 17 milljarðar af 1500 milljarða fjárlögum og sé því aðeins dropi í hafið,það sé ekki verið að gera neitt meira til þess að ná tökum á rekstri ríkissjóðs.

Almenningur þarf að greiða meira

Hann segir ljóst að 1% tekjuskattshækkun á lögaðila sem gert sé ráð fyrir, muni bitna mest á þeim sem eru að reyna að reka lítil fyrirtæki.

„en svo á endanum mun það lenda hjá almenningi sem eru viðskiptavinirnir eins og allar aðrar hækkanir sem hafa verið kynntar núna í fjárlögunum og þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, þar með talið hækkanir á flug og flutninga eins og öll þessi Evrópugjöld “ segir Sigmundur.

Aðspurður um hvort gjaldahækkanir muni ekki valda verðbólgu segir Sigmundur að það sé ljóst að það muni gerast og segir furðulegt að fjármálaráðherra haldi því fram að ríkisstjórnin hafi ekkert með verðbólguna að gera heldur sé það Seðlabankinn. Það þýði með öðrum orðum að ríkisstjórnin gæti hækkað gjöld að vild og svo myndi Seðlabankinn hækka vexti í kjölfarið og að lokum væri það almenningur sem myndi þurfa að blæða fyrir það.

Hlusta má á ítarlegri umræðu um fjárlögin og fyrirhugaða sölu á ríkiseignum í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila