Rök orkupakkasinna um neytendavernd er innflutt orðræða frá Evrópu

Páll Vilhjálmsson.

Rök þar sem því er haldið fram að samþykki orkupakka feli í sér aukna neytendavernd er innflutt orðræða frá Evrópu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Páll bendir á að það sé ekki reynsla annara þjóða að neytendavernd sé sérstaklega uppi á pallborðinu innan Evrópusambandsins “ húsmóðir á Spáni getur til dæmis ekki þvegið þvott um miðjan dag vegna þess að þá er rafmagnið svo dýrt, en hér á íslandi geta húsmæður eða feður bara sett í þvottavélina þegar þeim sýnist, við búum við orkuöryggi og við búum við lágt orkuverð, það hefur enginn verið að kvarta yfir því að neytendavernd í orkumálum sé léleg á íslandi„,segir Páll. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila