Rudy Giuliani afhenti lögregunni í Delaware kynlífsmyndir af stúlkum undir lögaldri úr fartölvu Hunters Biden – yfirvöld staðfesta að tölvubréf Biden eru raunveruleg – „Rússakenningin“ sprungin eins og sápubóla

Hneykslið með Biden fjölskylduna í Bandaríkjunum virðist rétt vera að byrja og koma stöðugt fram nýjar fréttir um glæpsamlegt athæfi Hunter Biden, son forsetaframbjóðanda Demókrata Joe Biden. Gríðarleg reiði hefur brotist út gegn netrisunum Facebook og Twitter sem meðvitað og ískalt lokuðu á notkun löglegra og lýðræðislegra kjörinna embættismanna bæði í Hvíta húsinu og á sjálfu Bandaríkjaþingi til að koma í veg fyrir að upplýsingum væri komið á framfæri um glæpi Biden-fjölskyldunnar. Gera má samanburð t.d. í Frakklandi og víðar, þegar morðhundar og hryðjuverkamenn nota netmiðlana til að skipuleggja hryðjuverk og á sama tíma ráðast fyrirtækin gegn opinberu lýðræði í Bandaríkjunum.

Árás á tjáningarfrelsið, þöggun vissra fjölmiðla og FBI sýnir hversu djúp og víðtæk spillingin er

Ekki nóg með að upplýsingar um hegðun og misnotkun valds í eigin auðgunarskyni hefur leyst út stærstu árás á tjáningarfrelsið í Bandaríkjunum í 245 ár, þá hefur þöggun t.d. FBI og lygar fjölmiðla eins og Washington Post ásamt yfirlýsingum 50 áhrifaaðila um að afhjúpanir á spillingu í efstu röðum Demókrata sé rússneskur áróður, sýnt umheiminum fram á hvernig hið s.k. djúpríki í Bandaríkjunum virkar. Biden hneykslissögur koma venjulega frá einræðisríkjum t.d. fyrrum kommúnistaríkja og þess vegna óheyrilegt að glæpamennska og spilling í slíkum skala komi frá „landi frelsisins.“

Stundaði kynlíf nakinn og undir áhrifum eiturlyfja við stúlkur undir lögaldri á Internet

Fv. borgarstjóri New York borgar og núverandi lögmaður Trump Bandaríkjaforseta sagði í viðtali við Newsmax TV í gærkvöldi að hann hefði látið lögregluna í Delaware fá upplýsingar úr fartölvu Hunter Bidens vegna mynda af stúlkubörnum og siðlausum textaskilaboðum Hunter Bidens. Í einum textanna segir Biden við mágkonu sína (sem einnig var elskhugi hans) að hann hefði nakinn undir áhrifum krack verið í skjátengslum við 14 ára gamalt stúlkubarn. „Hún sagði ráðgjafanum sem ég er í meðferð hjá að ég væri kynferðislega óhæfur.“ Giuliani bætir því við þetta athæfi með 14 ára gamalli stúlku „staðfestist enn fremur af mörgum myndum af yngri stúlkubörnum (sjá myndband fyrir neðan mínúta 5,20).

Lögreglan í New Castle County hefur einnig fengið upplýsingar eins og frá John Solomon hjá Just The News og sagði við hann að lögreglan muni athuga málið. Embættismenn glæpamála í Delaware sögðu Just The News að upplýsingum og áhyggjum Giulianis hafi verið sendar til dómsmálaráðuneytisins. Giuliani sagði að „FBI hafi haft málið undir höndum í langan tíma. Þar sem þeir sýndu engin merki um að ætla að gera neitt í málinu þá fór ég á lögreglustöðuna og spurði þá hvað þeir myndu gera í málinu. Ég segi þér að sannanirnar sem ég lét þá fá voru einnig sendar til Joe Biden. En hvað gerði hann í því?“

Einnig hefur kvaðning að því talið er barnaníðings sérfræðings FBI, Joshua Wilson, fundist í tölvu Biden sem hefur verið staðfest af nokkrum fjölmiðlum að sé rétt miðað við undirskrift Wilsons. Í kvaðningunni er Hunter kallaður fyrir dómstól og hefur það vakið miklar spurningar hvers vegna sérfræðingur í barnaníðsmálum skrifi undir kvaðningu um mætingu fyrir dómstól til Hunter Biden.

FBI og dómsmálaráðuneytið hafa staðfest að tölvubréf Bidens séu ekta

Varla höfðu Demókratar hrundið af stað fáránlegum lygum um að upplýsingarnar um Biden væru búnar til í Kreml til að skaða ímynd Demókrata, fyrr en upplýsingar bárust frá FBI og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að tölvubréfin væru ekta og „ekki talið að neitt samband væri við fullyrðingar um falsfréttaherferð Rússa.“ Klukkutímum áður en Politico birti fréttina um Rússaáróðurinn í bréfi sem „50 fyrrverandi leyniþjónustumenn“ skrifuðu undir án þess að neinar sannanir fylgdu bréfinu, þá reif Tucker Carlson samsæriskenningu þeirra í tætlur:

Hér fyrir neðan eru myndbönd um málið, annað með lengri, innihaldsríku viðtali við Steve Bannon.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila