Rússar líta ummæli Biden alvarlegum augum en hafa þó af þeim nokkurt gaman

Þó rússar líti þau ummæli Joe Biden Bandaríkjaforseta um að Pútín ætti ekki að stjórna Rússlandi alvarlegum augum út frá diplómatísku sjónarhorni hafa þeir þó af þeim nokkurt gaman. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en Haukur var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Haukur segir að þó embættismenn í Hvíta Húsinu reyni allt hvað þeir geta að draga úr ummælum Bidens með öllum tiltækum ráðum telji Haukur fátt að óttast því rússar taki ummælunum af stóískri ró og túlki þau sem hver önnur mismæli sem frá forsetanum hafa farið, enda sé þetta ekki í fyrsta sinn sem forsetanum verði á í messunni

„þeir í raun hlægja bara að ummælunum þó þau séu í eðli sínu alvarleg og séu fáheyrð“ segir Haukur.

Hann rifjar upp ummæli Bidens af svipuðum toga þegar hann var varaforseti en þá sagði Biden að hann teldi óæskilegt að Pútín yrði áfram forseti landsins. Þá séu afskipti Bandaríkjanna á innanríkismál annara ríkja vel þekkt í sögunni og fátt sem kemur á óvart þegar kemur að yfirgangi Bandaríkjanna utan sinna landsteina, til dæmis hafi þeir farið með yfirgangi inn í ríki eins og Írak, Lýbíu og fleiri lönd.

Hlusta má á þáttinn á Spotify með því að smella hér

Deila