Rússar loka fyrir rafmagn til Finnlands vegna vangreiddra reikninga

Samkvæmt Reuters mun rússneska rafveitan Inter RAO stöðva afhendingu rafmagns til Finnlands vegna vanskila síðan 6. maí.

Finnland hættir að borga fyrir rússneska rafmagnið

Finnska rafmagnsfyrirtækið Fingrid segist geta flutt inn rafmagn frá Svíþjóð í stað rússnesku raforkunnar.

Samkvæmt Reuters mun rússneska veitan Inter RAO stöðva allt rafmagn til Finnlands vegna vanskila síðan 6. maí. Skilaboðin koma á sama tíma og Svíþjóð og Finnland ætla að ganga með í NATO.

Reuters greinir frá:

„Rússneska veitan Inter RAO (IRAO.MM) mun hætta að flytja út raforku til Finnlands frá og með laugardegi klukkan 0100 að staðartíma (föstudeg kl. 2200 GMT), þar sem að reikningar hafa ekki verið borgaðir að sögn finnska netfyrirtækisins á föstudag.

Fingrid segir í yfirlýsingu, að viðskipti með raforku sem flutt er inn frá Rússlandi verða stöðvuð „í bili“ vegna erfiðleika við að fá greiðslur fyrir raforku, sem seld er á finnska markaðnum.

Fyrirtækið segir að rafmagn frá Rússlandi sé um 10% af heildarorkunotkun Finnlands en engin hætta verði á því, að ekki verði hægt að afhenda nægjanlegt rafmagn til finnska markaðsins.

Fingrid segir að hægt verði að flytja inn meiri raforku frá Svíþjóð og einnig auka innlenda raforkuframleiðslu til að bæta úr skorti á annarri innfluttri raforku.

Deila