Rússar vöruðu SÞ við árás Úkraínumanna á Kakhovka-stífluna í október 2022

Rússar vöruðu í október síðastliðnum í bréfi til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna við fyrirhugaðri árás Úkraínu á Kakhovka-stífluna. Það sést þegar stafrænt skjalasafn SÞ er athugað.

Í bréfinu (sjá að neðan) skrifar hinn rússneski fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Vasiliy Nebenzia, að slík árás myndi valda „hörmulegum flóðum“ og hugsanlega „kosta þúsundir saklausra mannslífa.“ Ennfremur er tilkynnt að Rússar hafi flutt óbreytta borgara af austurhluta árfarvegar til að forðast árás sem óttast er.

Nebenzia bendir ennfremur á að Rússar hafi „skjalfest loftárásir á vatnslokur rafstöðvarinnar sem miða að því að hækka vatnsborðið í ánni“. Að Úkraína hafi gert slíkar árásir á stífluna, nákvæmlega í þeim tilgangi, er staðfest rúmum tveimur mánuðum síðar af úkraínska hershöfðingjanum Andriy Kovalchuk. Árás á stíflur, lokur og kjarnorkuver stríðir gegn Genfarsáttmálanum.

Rússar sagðir bófarnir

Á Vesturlöndum eru Rússar sagðir standa að baki hryðjuverkaárásinni á Kakhovka-stífluna. Bandaríski sendiherra Sameinuðu þjóðanna, Robert Wood, sagði í ræðu 6. júní um „ólöglegt stríð Rússlands.“

„Ég vil að það sé alveg skýrt: Rússland hóf þetta stríð, það var Rússland sem hertók þennan hluta Úkraínu og það voru rússneskir hermenn sem tóku stífluna ólöglega yfir í fyrra og hafa hernumið hana síðan.“

Wood útskýrði ekki nákvæmlega hvernig stíflan rifnaði, hvort það hafi verið afleiðing úkraínskra skotárása, rússneskra sprengiefna eða óvenju mikils vatnsrennslis eða samblands af fleiri þáttum. Robert Wood sagði:

„Þessi nýjasta mannúðar-, landbúnaðar-, orku- og umhverfiskreppa hefði alls ekki verið til, ef Rússar hefðu ekki hafið hrottalegt stríð sitt gegn Úkraínu.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila