Site icon Útvarp Saga

Rússland fordæmir „nasísk hátíðahöld“ í Hvíta húsinu

Suðurhlið Hvíta hússins. Mynd © Teddy Yoshida

Rússar saka Bandaríkin um „nasistahátíð“ í Hvíta húsinu, að því er Swebbtv greinir frá. Þetta í kjölfar þess að Hvíta húsið ákvað að veita vegleg verðlaun á alþjóða baráttudegi kvenna til einstaklings sem Rússar segja að tilheyri Azov-herfylkingunni.

Samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa kannski aldrei verið verri en þau eru núna. Að sögn rússneska sendiherrans í Washington, Anatoly Anonov, þá hefur stjórn Biden algjörlega farið út af sporinu. Hvíta húsið ákvað að veita hin virtu alþjóða verðlaun fyrir hugrekki kvenna „International Women of Courage verðlaunin“ til einstaklings sem Rússar fullyrða að tengist úkraínsku Azov herfylkingunni. Antonov telur upp glæpi sem hann heldur fram að konan hafi framið og segir:

„Þetta er synd. Það er óskiljanlegt að hægt sé að fagna nasistum innan veggja Hvíta hússins. Um er að ræða hryðjuverkamann með hendur þaktar blóði aldraðra, kvenna og barna“.

Að sögn Antonovs er Biden-stjórnin meðvituð um þetta allt og hann telur að bandarísk yfirvöld ættu að skammast sín:

„En til þess að særa Rússland, þá eru Bandaríkin reiðubúin að vegsama nasismann.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla