Rússar hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum á Norðurslóðum

Anton Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi

Rússar hafa áhyggjur af auknum hernaðarumsvifum á Norðurslóðum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Antons Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar.

Anton segir það mikið kappsmál hjá Rússum að þjóðir sem ætli að koma að vígbúnaðarkapphlaupi á svæðinu ræði frekar saman svo ekki myndist spenna því slíkt gæti endað með ósköpum.

Þá sagði Anton að rússar líti á svæðið sem eitt af sínum áhrifasvæðum og þeir muni verja þar sína hagsmuni, en muni leggja áherslu á að gera það á friðsaman máta

við leggjum mikla áherslu á að þjóðir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta ræði saman á friðsömum nótum umfram allt“ sagði Anton.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila