Rússland segir breska sjóherinn að baki árásinni á Nord Stream gasleiðslurnar

Það voru sérsveitir frá breska sjóhernum sem sprengdu Nord Stream í loft upp í lok september, sagði rússneska varnarmálaráðuneytið blaðamönnum á laugardag, að sögn Swebbtv sem vísar í Tass. Þetta er í fyrsta skipti sem Rússar hafa tilgreint tiltekið ríkisvald vegna árásarinnar á gasleiðslurnar. Rússland segir hreint út, að sérsveitarmenn úr breska sjóhernum hafi sprengt gasleiðslurnar. Á sama tíma eru Bretar sakaðir um nýtt hryðjuverk gegn rússneskum skipum, sem tryggðu kornaflutning yfir Svartahaf. Hafa Rússar ákveðið að hætta slíkri tryggingu, þar sem á skip þeirra er ráðist.

Sömu aðilar breska sjóhersins stóðu að baki árásinni að Nord Stream gasleiðslunum og réðust á skip Rússa í Svarta hafi nýverið

Úkraínumenn og „sérfræðingar“ frá breska konungsflotanum eru ásakaðir um hryðjuverkaárásina aðfaranótt laugardags, sem beinist að Svartahafsflota rússneska sjóhersins og borgaralegum skipum. Sagt er að undirbúningur verknaðarins hafi átt sér stað í úkraínska bænum Ochakov. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir:

„Skip Svartahafsflotans, sem voru skotmörk hryðjuverkaárásarinnar, vinna við að tryggja öryggi kornaflutningsins innan alþjóðlega frumkvæðisins um útflutning landbúnaðarafurða frá úkraínskum höfnum.“

Rússar fullyrða, að sama breska sérsveitin og tók þátt í framkvæmd næturárásarinnar, hafi einnig tekið þátt í Nord Stream árásinni, sem eyðilagði orkumannvirki Evrópu:

„Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum tóku fulltrúar þessarar sveitar breska sjóhersins þátt í að skipuleggja, styðja og framkvæma hryðjuverkið í Eystrasalti 26. september til að eyðileggja gasleiðslurnar Nord Stream og Nord Stream 2.“

Reuters bendir á, að þar með saki Rússar „leiðandi aðildarríki NATO um skemmdarverk á mikilvægum rússneskum innviðum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila