Rússnesk viðvörun til Svíþjóðar: Nató mun fórna ykkur á eftir Úkraínu

Rússneska sendiráðið í Stokkhólmi skrifaði hótun til Svíþjóðar á heimasíðu sinni, sem núna hefur verið fjarlægð. Sænska utanríkisráðuneytið hefur kallað rússneska sendiherrann á teppið.

Svíþjóð verður „lögmætt skotmark“ fyrir rússneska herinn eftir inngöngu í Nató. Það skrifaði rússneska sendiráðið í Stokkhólmi á vefsíðu sinni, sem núna hefur verið fjarlægt. Fullyrt er að valdaelítan í Bandaríkjunum hafi fengið sænska stjórnmálamenn til að „steypa þjóð sinni í hyldýpi Nató“ alveg eins og Úkraínu.

Verið er að eyðileggja alla Úkraínu í stríðinu milli Rússlands og Vesturlanda, að sögn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna (sjá tíst neðar á síðunni).

Segja Svíþjóð næsta í röðinni á eftir Úkraínu

Sendiherra Rússlands varar núna við því, að Svíþjóð sé næst í röðinni. Þegar ekki verða fleiri Úkraínumenn eftir sem geta barist, þá neyðast Svíar til að berjast gegn Rússlandi. Swebbtv greinir frá því að rússneski sendiherrann hafi skrifað :

„Eftir aðild Finnlands og Svíþjóðar mun heildarlengd landamæra Rússlands og Nató nær tvöfaldast. Ef einhver trúir því enn, að þetta muni á einhvern hátt bæta öryggi Evrópu, verið þá viss um að nýju meðlimir óvinabandalagsins verða lögmæt skotmörk rússneskra hefndaraðgerða, þar á meðal hernaðaraðgerða.“

Sænskir stjórnmálamenn „töfraðir“ af Washington

„Nató/Bretland er þegar að undirbúa að senda skotfæri með rýrðu úrani til Úkraínu. Svíþjóð, sem stærir sig af eigin varnargetu, eykur hratt framboð á þungum sóknarbúnaði… Sænskir ​​sjálfboðaliðar ganga til liðs við her Úkraínu, en sumir þeirra eru fyrir undarlega tilviljun virkir hermenn í hernum. Menn ættu ekki að útiloka þann möguleika að vilji Nató til að berjast við Rússa „til síðasta Úkraínumannsins“ leiði til þess að það verða einfaldlega engir Úkraínumenn eftir til að berjast og að forysta hernaðarbandalagsins muni þá ákveða að ganga að fullu inn í átökin. Í því tilviki munu Svíar vafalaust dragast með í átökin og verða sendir í dauðann fyrir hagsmuni annarra. Var tvö hundruð ára tímabil utan hernaðarsambanda dökkur áfangi í sögu Svíþjóðar? Alls ekki. Það er greinilegt, að sænskir ​​stjórnmálamenn eru „töfraðir“ af Washington og steypa vísvitandi þjóð sinni í hyldýpi Nató. En þeir sem í Svíþjóð samþykkja þennan hörmulega valkost með þögninni ættu þá ekki að kenna ríkisstjórn sinni í hástöfum um, þegar í ljós kemur nákvæmlega hvað varð um landið, sem eitt sinn var blómstrandi land, með félags- og efnahagsmódel og sjálfstæða utanríkisstefnu sem höfð var að leiðarljósi í mörgum löndum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila