Rýmingar á Seyðisfirði vegna úrkomuspár

Lögreglan á Austurlandi hefur í samráði við Veðurstofu Íslands ákveðið að rýma hús í tveimur götum á Seyðisfirði vegna úrkomuspár. Um er að ræða fjóra rýmingarreiti sem standa við Strandaveg annars vegar og Hafnargötu hins vegar.

Rýmingin tekur gildi frá klukkan 18:00 í dag, mánudaginn 18. september og er í gildi þar til önnur tilkynning verður gefin út.

Áfram verður fylgst náið með stöðu mála.

Rýmingarreitirnir sem um ræðir eru:  4 – 5 – 6 – 7a

Húsin sem um ræðir eru: 
Strandarvegur 39 – 35 – 33 –  29 -27 – 23 -21 – 19 til 15 – 13 – 2 – 1 til 11

Hafnargata 57 – 54 –  53a -53 – 52a – 52 – 50 – 51 – 49  – 48b – 48 – 47 – 46b 46 – 44b – 44 – 43 – 42b – 42 – 40 – 38 – 25

Hér að neðan er kort af rýmingarreitum sem um ræðir, nr. 4, 5, 6 og 7a.
Sjá einnig kort af öðrum rýmingarreitum á Seyðisfirði á vef Veðurstofu Íslands.
https://www.vedur.is/gogn/snjoflod/ryming/rymingarkort/rymingarkort_seydisfjordur_skridufoll_20210204.pdf

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila