Site icon Útvarp Saga

Sænsk skólabörn neyddust að skrifa að þau „tilheyri íslam“ – voru læst inni í skólastofu

Anamaria Roteliuc á myndinni er móðir 9 ára gamallar dóttur, sem hefur sögu að segja frá „trúarbragðakennslu“ skólans en börn voru læst inni í skólastofunni og sagt að skrifa að þau tilheyrðu íslam (mynd skjáskot Swebbtv).

Sveitarfélagið segir að um venjulega trúarbragðakennslu sé að ræða

Í grunnskóla í sveitarfélaginu Tierp í Uppsölum neyddust nemendurnir til að „játast íslam“ í skólaverkefni – annars fengju þeir engar einkunnir. Nemendurnir voru sagðir hafa verið „læstir inni í kennslustofunni og fengu ekki að fara í frímínútur“ segir móðir eins nemendans í ítarlegu viðtali um atvikið í Swebbtv.

„Frá kristnu sjónarhorni er þetta talið trúarjátning. Miðað við að hún var neytt til að játast íslam flokkast það undir andlega nauðgun á níu ára barni.“

Í mars 2020 vakti atvik í skóla í Tierp mikla athygli, eftir að móðir skrifaði á Facebook að skólinn „neyddi dóttur sína til að játast íslam“ eins og ríkisútvarpið P4 Uppland greindi frá. Skólanemendum var „falið að stíga inn í hlutverk múslima og játast íslam skriflega“ sagði Världen Idag. Á heimasíðu sveitarfélagsins er því harðneitað að um „íslamavæðingu“ væri að ræða. Þar má enn lesa eftirfarandi:

„Þessi orðrómur inniheldur meðal annars mynd úr vinnubók nemanda. Það er alveg rétt, að um er að ræða vinnubók frá þeirri kennslustund. En vinnubókina verður að skoða í samhengi… Þetta var úthugsuð fræðsluáætlun til að skapa skilning á grundvelli og hugmyndalíkönum ýmissa trúarbragða.“


Kristnir neyddir til að játast Allah en múslímir ekki neyddir til að játast Jesús

Swebbtv ræddi við móðurina Anamaria Roteliuc, sem segir frá því sem gerðist. Níu ára dóttir hennar var leið, þegar hún kom heim úr skólanum einn daginn. Á endanum tókst henni að fá það út úr dóttur sinni, hvað hafði gerst. Dóttirin sagði við móður sína:

„Þú trúir þessu ekki. Við vorum með trúarbrögð í dag og lásum um íslam. Og mamma, þeir neyddu mig til að skrifa að ég biðji til Allah og að ég tilheyri Allah. Þó ég vildi það ekki… Þeir læstu mig inni í kennslustofunni. Þeir sögðu að ef við gerðum það ekki, þá fengjum við engar einkunnir. Og við fengum ekki að fara út í frímínútunum.“

Móðirin: – Það tók mig smá stund áður en að ég meðtók þessi orð. Ég fór út úr herberginu, því ég vissi ekki hvernig ég átti að meðhöndla þetta í fyrstu. En hún var í herberginu og var svo sorgmædd. Mér fannst eins og hún væri með einhverja sektarkennd. Ég sagði henni að þetta væri bara trúarbrfagðafræðsla.

Dóttirin: – Nei, mamma, við gerðum þetta ekki þegar við lærðum kristnifræði.“ 

Móðirin: – Þá hljóta múslimsku börnin að þurfa að gera það sama, þegar þau kristnifræði er kennd, það er að segja að játast Jesú.

Dóttirin: – Nei, þá kom útklædd norn til okkar.


Hefur ekkert með kristnifræði að gera að klæða sig sem norn

Roteliuc segir það vera mikla skömm fyrir kristni og hafi ekkert með kristni að gera „að kennarinn klæði sig sem norn og tali um Blåkulla“ (staðurinn samkvæmt sænskum sögu, þaðan sem nornirnar koma fljúgandi á sópum sínum/gs). Fjölskylda Anamaria Roteliuc eru meðlimir hvítasunnusafnaðarins. Eftir atvikið neitaði dóttirin að fara í skólann í marga daga og neytti varla mats né drykkjar. Þegar Anamaria Roteliuc fékk ekkert svar við símtölum sínum til skólans ákvað hún að fara og ræða við starfsfólks skólans sem ekki var vinsælt: 

„Ég held að þeir hafi verið viðbúnir því að það yrðu viðbrögð frá kristnum foreldrum í ljósi þess, að börnin brugðust við eins og þau gerðu í kennslustofunni. Dóttir mín var svo sorgmædd og það þurfti að hugga hana. Og sú staðreynd að voru læst inni. Einhvers staðar skildi skólinn að gerð voru mistök. Burtséð frá viðbrögðum mínum þá skildu þeir að þetta var rangt.“

„Þeir vildu mig fá mig til sín. Þeir vildu ekki gefa mér tækifæri til að spyrja spurninga. Þeir vildu ekki að málið spyrðist út. Ég hafði það á tilfinningunni að þeir væru fullkomlega meðvitaðir um að þeir hefðu gert eitthvað afskaplega rangt.“

Samrýmist ekki stjórnarskránni að þvinga einhvern til að játa trú

Anamaria Roteliucs segir einnig að henni hafi tekist að taka vinnubók dótturinnar frá skólanum en starfsfólk skólans reyndi að koma í veg fyrir að hún tæki bókina. „Þeir skildu að þetta var alvarlegt mál og reyndu að koma í veg fyrir að það fréttist.“

Mikael Willgert hjá Swebbtv bendir á „að það samrýmist ekki stjórnarskránni að þvinga einhvern til að játast trú.“ Eftir atvikið hefur líf dótturinnar í skólanum ekki verið það sama og dóttirin hefur misst áhugann á námi. Skólinn hefur ekki beðist afsökunar á atvikinu.

Sjá má allt viðtalið á sænsku á myndbandinu hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla