Sænska gjaldheimtan seldi íbúð á nauðungaruppboði með lík undir rúminu

Sænska sjónvarpið SVT segir frá því, að gjaldheimtan hafi haft sýningar á íbúð sem átti að selja á nauðungaruppboði. Eftir að íbúðin hafði verið til sýnis uppgötvaðist að látinn maður lá undir rúminu. Íbúðin er 40 fermetrar. 

Um er að ræða íbúð í Kortedala í Gautaborg sem fógeti efndi til nauðungarsölu á í núverandi ástandi, þar sem eigandinn fannst ekki. Fyrst eftir almenna sýningu á íbúðinni þann 20. ágúst, uppgötvaði eftirlitsmaður frá gjaldheimtunni, að lík manns lá hálfvegis undir rúminu. Talið er að líkið hafi verið þar í að minnsta kosti tvö ár enda leit það út eins og múmía. Það útskýrði samtímis málið, hvers vegna Gjaldheimtan hafði ekki tekist að ná samband við eiganda íbúðarinnar. 

Erica Persson starfsmaður Gjaldheimtunnar lýsir því sem gerðist sem „ótrúlega hörmulegu“:

„Við hvorki þrífum eða gerum íbúðir söluklárar – allt er selt í því ásigkomulagi sem það er. Við höfum heldur engan rétt til að grúska í eigum. Okkur hefur skilist, að þetta var mjög einmana maður.“

Að sögn SVT hafði líkfundurinn engin áhrif á sölu íbúðarinnar sem sem nú er seld.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila