Sænska verðbólgan var 12,3% í desember

Á meðan verðbólga á evrusvæðinu og í Bandaríkjunum fer lækkandi, þá fer sænska verðbólgan upp úr öllu valdi. Samkvæmt vísitölu neysluverðs var verðbólgan 12,3 % í desember, sem er mikil aukning miðað við nóvember þegar samsvarandi tala var 11,5 % segir í frétt Hagstofu Svíþjóðar „Statistiska Centralbyrån“ SCB.

Vísitala neysluverðs með föstum vöxtum var 10,2 % í desember 2022. Þetta er hækkun frá því í nóvember þegar verðbólgan samkvæmt var 9,5 %. Mánaðarleg breyting frá nóvember til desember var 1,9 %.

Vísitala neysluverðs sýnir sömu verðþróun og neysluverðsvísitala, en án beinna áhrifa af breyttri peningastefnu. KPIF er markmiðsbreyta Ríkisbankans fyrir verðbólgumarkmiðið.

Á undanförnum árum hefur húsnæðisverðsmarkmiðið – að fylgjast með húsnæðisverðinu hins vegar orðið mikilvægara en verðbólgumarkmiðið. Seðlabanki Svíþjóðar er í klemmu, því hærri vextir þýða hærri afborganir af húsnæðislánum og margir húsnæðiskaupendur í kröggum vegna verðbólgunnar. Fyrrverandi seðlabankastjóri Svíþjóðar Stefan Inves spáir „Dómsdegi“ fyrir sænsku heimilin og húsnæðisverð hefur hrunið 20% og fallið heldur áfram.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila