Sænski herinn undirbýr sig fyrir kjarnorkuárás

Kjarnorkusprengjuárásir á Svíþjóð gætu orðið möguleg niðurstaða, ef valdhöfum er alvara með áform sín um stríð í Norður-Evrópu. Sænski herinn talar opinskátt um, að sænska þjóðin eigi að vera viðbúin kjarnorkuvopnaárás.

Yfirmaður varnarmála sænska hersins, Michael Claesson segir í viðtali við Dagens Nyheter:

„Í einhverjum skilningi verðum við að reikna með því, að annaðhvort erum við hluti af útkomurýminu eða að við verðum fyrir aukaáhrifum. Og þar fullyrði ég, að við höfum bæði þekkingu og getu.“

Framtíðaraðild Svíþjóðar og Finnlands að Nató breytir afstöðu Rússlands

Hann segir, að vissulega sé það versta útkoman ef kjarnorkuvopnum verði beitt en það geti samt gerst. Og með „útkomurými“ á hann af öllu að dæma við það, að kjarnorkusprengjum verði skotið á Svíþjóð. Þetta mat kemur í kjölfar þess að Rússar hafa gefið í skyn að kjarnorkuvopn gætu nýst í hernaði og að danska leyniþjónustan telur, að notkun kjarnorkuvopna fái stærra hlutverk sem fælingarmáttur fyrir Rússa.

Herinn í Svíþjóð æfir sig því meira en áður með að takast á við afleiðingar kjarnorkustríð og greina þær ráðstafanir, sem grípa þarf til við slíkar aðstæður. Samkvæmt sænska hernum líta Rússar á framtíðaraðild að Nató sem afgerandi áskorun og geta því ógnað bæði Svíþjóð og Finnlandi.

Í raunveruleikanum hafa stjórnvöld í Svíþjóð og Eystrasaltsríkjunum framkvæmt röð af undarlegum ögrunum gegn Rússlandi, bæði hernaðarlegs og stjórnmálalegs eðlis. Í Lettlandi var rússneska nýlega bönnuð í skólum og í Stokkhólmi var nýlega tekin ákvörðun um að senda 50 skriðdreka og fjöldann allan af öðrum vopnum til Úkraínu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila