Site icon Útvarp Saga

Sænskur prófessor: Grænu ríkisstyrkirnir skaða fyrirtækin

Christian Sandström er sænskur prófessor í stafrænum viðskiptum við alþjóða Verslunarskólann í Jönköping, Svíþjóð. Hann segir grænu styrkina til fyrirtækja hafa skaðlega áhrif og draga úr krafti þeirra. Þau snúi sér að því að byggja upp kerfi fyrir umsóknarferli og fjárfestingu í óskynsamlegri tækni sem á enga framtíð. Mörg „grænu“ verkefnanna séu algjörlega furðuhlutir og hefði aldrei verið lagt í hjá heilbrigðum fyrirtækjum. Verið sé að skapa framleiðslu fyrir markmið stjórnmálamanna en ekki markaðarins (mynd pressumynd/Timbro).

Grænu styrkirnir leiða til þátttöku í furðuverkefnum með tækni sem á enga framtíð

Þegar ríkið veitir milljarða í viðskiptastuðning á hverju ári getur það skaðað fyrirtækin. Þetta er skoðun viðskiptaprófessors Christian Sandström. Til lengri tíma litið þjást fyrirtækin, vegna þess að þau eyða meiri tíma í að sækja um ríkisstyrki en að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini sína og samkeppnishæfar vörur. Auk þess eru styrkirnir markaðssettir sem umhverfisvænir – sem skapar hvata fyrir fyrirtæki til að fjárfesta í tækni, sem í raun skortir möguleika. Þau framlög, sem hafa reynst allra verst, eru þau sömu og aukast mest í umfangi, þau sem eru sögð „græn.“ Prófessorinn segir í viðtali við sænska Viðskiptablaðið:

„Það leiðir til jarðvegs sem gefur tilefni til styrkjarekstrar, þ.e.a.s. fyrirtækja sem setja upp kerfi til að leita slíkra peninga. Fyrir svokallaða „græna samninga“ snýst þetta ekki bara um að engin áhrif séu heldur að þau séu beinlínis skaðleg. Meðal annars hafa etanól- og lífgasbólur verið blásnar, sem hrundu bæði tæknilega séð og fjárhagslega.“

Prófessorinn bendir ennfremur á, að „grænu“ framlögin skekki hegðun stofnana, þannig að þær fari að taka þátt í „algjörlega furðuhlutum með tækni sem á enga möguleika.“ Fyrirtækin halda að þau verði ónæm gagnvart áhættu, þegar þau fá eyrnamerkta styrki fyrir tiltekna tækni eða fjárfestingu – og allt í einu verði það „talið fullkomlega skynsamlegt að halda áfram með verkefni sem á enga möguleika.“

ESB laðar að með „grænum“ ókeypis peningum

Sandström útskýrir, að þeir sem voga sér að spyrja gagnrýninna spurninga, verði ásakaðir um að eyðileggja stemminguna og stimplist sem „loftslagsafneitarar“ og „afturhaldssinnar.“

„Í næstu stöðu getur komið í ljós, að tæknin sem um ræðir er vonlaus og hefur í raun enga möguleika. Og þegar horft er til baka virðist allt saman vandræðalegt fyrir alla þá, sem jusu loforðum um verkefnið.“

En vandann er að finna á fleiri stöðum en Svíþjóð. ESB ber einnig mikla ábyrgð með að lokka fyrirtækin með skaðlegum „grænum“ styrkjum.

„Stórir góðgætispokar eru til sýnis í Brussel og eru fyrirtæki hvött til að koma og sækja peninga til að gera eitthvað gott fyrir umhverfið. Síðan segir ESB aðildarríkjunum að borga sömu upphæð með eigin peningum. Þetta skapar eitraðan jarðveg og það verður nánast ómögulegt að standast freistinguna að fá þessa ókeypis peninga.“

Christian Sandström telur að hætta verði við hugmyndina um styrkveitinga til fyrirtækja. Þess í stað telur hann, að við ættum að ræða skattalækkanir og frádrátt vegna fjárfestinga í rannsóknum. Hann leggur áherslu á, að með slíkri lausn geti fyrirtækin valið sjálf, hvað þau vilja fjárfesta í og hvaða tækni þau vilja nota. Í stað þess að stjórna starfseminni út frá því, sem stjórnmálamenn hafa á stefnuskrá sinni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla