
Sameinuðu þjóðirnar óttast, að sífellt fleiri á netinu efist um upplýsingar stofnunarinnar um bóluefni og loftslag. Það er „upplýsingastríð“ í gangi.
Á Nóbelsverðlaunafundi fyrr á þessu ári réðst Melissa Fleming, aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta hjá Sameinuðu þjóðunum, á hatur og fals á netinu varðandi m.a. bóluefni, krabbamein og loftslagsbreytingar af manna völdum. Hatursumræðan kemur einna skýrast fram varðandi Covid, sagði Fleming.
Samfélagsmiðlum að kenna að Afríkubúar vilja ekki bólusetja sig
Í Afríku hafði fólk áður mjög jákvætt viðhorf til bóluefna, segir hún, en vegna allra upplýsinga sem dreift var á netinu, þá neituðu Afríkubúar að láta bólusetja sig með Covid-bóluefnum. Að sögn Melissu Fleming geta samfélagsmiðlar við ákveðnar aðstæður, eins og í átökum innan landa, orðið „vopni sem laðar fram það versta í mannlegu eðli.“ Ennfremur heldur hún því fram að gyðingahatur, kynþáttahatur og annað svokallað hatur hafi aukist mikið á netinu og að ráðist sé á starfsmenn SÞ.
Ekki lengur hægt að hringja í neinn á Twitter
Melissa Fleming telur, að samfélagsmiðlar séu orðnir „tæki sem notað er til að grafa undan, afbaka og ráðast á þá sem aðhyllast vísindi loftslagsbreytinga.“ Heimsendaspámenn eru farnir að „flýja Twitter í hópum saman.“
Að sögn Fleming dugir það ekki, að netrisarnir sjálfir setji sér reglur um það sem má segja á kerfum þeirra. Á Twitter, til dæmis, hefur SÞ engan lengur sem hægt er að hringja í til „vara við efni“ útskýrir hún. Þeir sem dreifa „röngum upplýsingum“ fá bláa merkingu í staðinn.
Erum með stóran her til að reka áróður fyrir okkur
„En allt er samt ekki alslæmt. Við erum í samstarfi við netrisana um að greiða götu áreiðanlegra upplýsingar um Covid og loftslagið, sem styrkir þá boðbera sem við treystum. Við höfum ansi stóran her þarna úti sem vill nota efni SÞ og markaðssetja það til fylgjenda sinna. Einnig menntum við notendur samfélagsmiðla í því hvernig hægt er að stöðva útbreiðslu falsupplýsinga. Nýja slagorðið okkar, sem við viljum að klingi í eyrum allra sem eru á netinu, er: „Gerðu hlé. Vertu varkár áður en þú deilir.“ En okkur finnst samt að við séum í upplýsingastríði og að við verðum að auka viðbrögð okkar til muna.“
Ætla að setja alþjóðastaðla um „manneskjulegt Internet“
SÞ eru að koma á fót „miðstýrðum krafti“ til að fylgjast með og bregðast hratt við, þegar „falsupplýsingum“ er dreift á netinu. Fleming vinnur að innleiðingu „hegðunarreglna“ á stafrænum kerfum og „setja alþjóðlega staðla fyrir manneskjulegt internet.“ Sérstaklega er mikilvægt að standa vörð um loftslagstilbúning Sameinuðu þjóðanna. SÞ ætla að efla „staðfestar upplýsingar“ um málið.
Heyra má áróðursforingja Sameinuðu þjóðanna flytja ræðu um ritskoðunarstefnu SÞ á myndskeiðinu hér að neðan: